Góðann daginn kæra hugaða fólk…

Eins of sumir hérna vita kannski þá sendi ég fyrir svolitlu síðan grein með ljóði hérna á Hugi.is/rómantík. sem hét
“Fjarlægð á milli”
Þessi grein fjallaði um það þegar Sú fyrrverandi bauð mér að taka break (pásu) og byrja svo uppá nýtt eftir einhvern tíma…

Ég hef smá Upplýsingar að segja ykkur. Þessi stelpa byrjaði með öðrum stráki um 2 vikum eftir þann örlagaríka dag (Valentínusardaginn) versti dagur lífs míns…

Ok ég leitaði allsstaðar hjálpar og meðal annars hjálpuðu þið hugarar mér Ótrúlega mikið við að halda lífinu gangandi og ekki gefast upp og gera það sem ég var að hugsa um að gera…

Ég tók sénsinn.. Stelpa sem á heima nokkrum kílómetrum frá mér í næsta skóla hliðina á varð ótrúlega góð vinkona mín og hjálpaði mér m.a. að komast í gegnum þessa hræðilegu ástarsorg sem ég lenti í þarna…

Um 2 og hálfum mánuði eftir að stelpan hætti með mér. Fór ég að hafa áhuga á þessari sem átti heima svona mikið nærri mér. Hún er allgjör ENGILL án þess að ýkja NOKKUÐ.!







Stelpan var á föstu um þann tíma og var það því vandræðalegt..
En svo gerðist það… Stelpan varð skyndilega fyrir því sjokki að kærastinn hennar sagði henni upp og sagðist vera hrifinn af annari stelpu.

Þá kom hún til mín og bað mig um hjálp og ég hjálpaði henni eins mikið og ég hugsanlega gat því ég lenti í því sama og hún nema ég hafði verið með hinni í Lengri tíma… Svo kom að því að hún fór að taka eftir mér og hve góður ég var og viðkvæmur..

Og einn daginn gerðist það að ég kom heim til hennar og við sátum upp í rúmi að tala saman, róleg tónlist í gangi og vorum að spjalla saman rólega. þá Skyndilega horfði hún á mig og kyssti mig.. Ég varð bæði ringlaður og glaður.. því vildi ég ekki hætta að kyssa hana á móti.. svo enduðum við að kyssast lengi lengi uppí rúmi og man ég eftir því svo yndislega vel..

Svo kom að því að ég þurfti að fara heim. Þá leið mér eins og ég væri að skilja eitthvað eftir því hún varð að koma með mér. Ég féll fyrir henni þetta kvöld.
svo seinna um kvöldið hringdi hún og við töluðum saman og skyndilega endaði það með því að við byrjuðum saman eftir langt samtal..

ok ég vill ekki skrifa neitt hrillilega mikið meira um þetta því þið nennið varla að lesa svona mikið af þessu þó myndi ég allveg nenna því …,,


Nú kem ég að aðal atriðinu….
Fyrir klukkutíma síðan þegar ég skrifa þetta þá segjir hún mér að hún geti þetta ekki lengur… Ég spyr hana af hverju .. hún segjir að þetta var of fljótt hjá okkur að gerast og hún ræður ekki við þessar tilfinningar. Einkunnirnar hennar lækkuðu því hún var alltaf utan við sig, og hún fór að taka minni tillit til vinanna sinna..

Þá kom að því að hún sagði mér þannig að ég trúði henni virkilega.. Hún Elskar mig, og hefur ekki hitt ljúfari og andlega betri strák á æfinni, en tilfinningarnar hennar og félagslífið, íþróttirnar og allt er að gera útaf við hana. Ég trúi henni 100% því að hún er ALLLLSSS ekki að spá í öðrum strák til að hafa það á hreinu..

En hún vill stoppa þetta, hætta!, og fá tíma til að virkilega hugsa og einbeita sér. Ég get þetta ekki aftur persónulega ég get ekki verið með annari stelpu en henni og látið þetta gerast aftur og aftur við mig.!! Það er ekki til neinn sjálfsvígsHjálps-linkur hérna á huga þannig að ég verð að treysta á ykkur !.. :S

Það fær hana EKKERT af þessari skoðun.. Hún vill byrja aftur en hún getur ekki sagt hvenær því henni líður svo illa ganvart mér.. því hún hefur ekkert getað hitt mig svo hefur hún þurft að hætta við íþróttaæfingar og tekið minna tillit til vina sinna…

Ég þarf ykkar hjálp Kæru lesendur… Ég veit ekki hvað ég á að gera. þessi stelpa er THE ONE… Ég hef aldrey kynnst jafn Andlega góðri stelpu og henni !!..

Hvað á ég að gera, hún vill byrja aftur en hún veit ekki nærri því hvenær og hún er svo ringluð og líður illa núna..
Hvað á ég að gera ? hvernig á ég að mæta henni næst? Á ég einfaldlega að mæta henni næst? Hvernig á ég að takast á þessu

Geriði það… gefið mér ráð… ég þarfnast ykkar núna..
Kveðja: Echo :$
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi