Frá fyrri grein þar sem vinir mínir voru uppistaða leiðinlegs vandamáls sem var yfir höfuð orðið sápa hef ég fundið mér lausn á,
ég hef eiginnlega hætt að tala við þá sem ég þekki(eða næstum alla öllu heldur). Þannig að það er eiginlega úr sögunni.
Og við ákváðum að halda sambandi okkar leyndu fyrir öllum sem við þekkjum.

En ég hef verið að taka eftir breytingum í samskiptum við kærustuna mína, ég veit fyrir víst að hún sé sú sem ég vil hafa langt fram yfir lífstíð mína.
Nýja vandamálið er það að það er eins og neystinn sé farinn að dofna svona hægt og rólega og ég hef verið að hugleiða hvernig ég geti kveikt í honum aftur? ég hef verið með það á tilfinningunni að hún sé eitthvað óánægð í sambandinu, hvort það sé neystinn eða eitthvað annað hreinlega er ég ekki viss og hef mikið verið að hugsa út í það en mér gengur ekkert sérstaklega vel með það.
Ég er líka ekki viss um hvort hún viti hversu mikið mér þykir vænt um hana, svona fyrir alvöru þá finnst mér hún vera yndislegasta mannvera á jarðríki ég er tilbúinn til þess að gera nákvæmlega allt fyrir hana og til þess að hún verði hamingjusöm, og það tekur allþokkalega á hjá mér að uppæifa þessar raunir(það er eins og ég sé að klúðra því sem ég er að reyna að keppast við að gera, spurning samt hvort ég keppist of mikið?)

En svo er það að það er þessi einstaklingur sem er gjörsamlega obsessed á henni og þar sem við höfum ákveðið að halda sambandi okkar leyndu þá á ég í vandræðum með að umgangast þennean einstakling það er að segja ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við hann og hvernig ég láti hann hætta að áreita kærustuna mína…

Hjálp…
Perizad.
Perizad.