Ég er með kenningu um hvernig þetta virkar með það að góðir strákar klára seinast og allt klabbið sem fylgjir því svo þetta verður soddan ROSALEGT spam hérna.
En að minnsta kosti strákar kvarta yfir því að stelpur falli alltaf fyrir töffurunum og einhverjum guttum sem vilja bara ríða og monta sig af því.
Aftur á móti kvarta stelpur yfir því að þær finni aldrei góðan gaur bara einhver fífl sem fari illa með þær og allt endi í rusli.
Ég held að þetta sé bara nokkurn veginn mikið útaf því sama.
Hjá strákunum
Þegar strákar klára grunnskóla eru þeir yfirleitt búnir að horfa á “druslurnar(mitt orð ekki flamea þetta helst)” sem eru með 21 árs guttanum sem á bíl og allt klabbið, og þá virkar það á marga að þetta sé það sem allar stelpur sækjist eftir vegna þess hvað þessar stelpur eru áberandi sem eru fyrir dráttinn og allt flotta leikdótið sem gaurinn á.
Svo já byrjar djammið eitthvað af alvöru í enda grunnskóla og byrjunar menntaskólans og já þá sér maður “druslurnar” vera með tjókkóunum og alltaf rosastuð og þær eru alltaf að byrja með þessum og hætta með hinum.
Hjá stelpunum
Athugið að ég er strákur þannig að þetta er örugglega mjög illa , óskiljanlega og jafnvel vitlaust álitið hjá mér.
Að minnsta kosti þá byrja stelpur svona af og á margar í samböndum frá 15 ára aldri líklega og þá er það í mörgum tilvikum og mörgum ekki sem þær byrja með þessum tjokkóum.
Svo þegar er komið á menntaskólaaldurinn eða svo eru flestir byrjaðir eða eru að byrja drekka og tjokkóarnir eru náttúrulega mun meira áberandi, mikið inní félagslífi,skemmtunum og stelpum og okkur langar alltaf í það sem er flott bæði stelpur og strákar, svo mjög margar þeirra falla fyrir tjokkóum, sumar halda því áfram endalaust, sumar komast að því að þær vilja ekki svona og hætta því, aðrar festast í þessu og halda áfram vonandi að þær hitti á einhvern alminnilegan og sumar einfaldlega vilja bara hafa þetta svona.
En við þetta verður þetta allt mun brenglaðra og óskiljanlegra.
En semsagt rosalega mikið af djamminu gengur útá einmitt hösslið,
þegar maður fer á djammið þá reyna náttúrulega allir að líta sitt besta út og erfitt að vita hvernig hvaða manneskja er.
En já gefum okkur til dæmis eins og stóð hérna í grein fyrir stuttu að einmitt tjokkóinn sé að reyna við stelpuna sem þú hafðir auga á. Ef hún er að taka vel undir það þá er hún að öllu líkindum að vilja bara drátt og ekkert að því. Ef þú vilt bara drátt þá gerirðu nákvæmlega það sama og “tjokkóinn” á undan þér og ferð bara leita þér af endalausum dráttum.
Hins vegar ef þú ert að leita þér af einhverju meira heldur en bara auknum rúmtíma þá er þetta að öllum líkindum ekki stelpa fyrir þig, því ef hún er á skemmtistað er að tala við tjokkó og hún er að fíla sig geðveikt og gaman og flott myndirðu þá vilja svoleiðis stelpu, sem er varla hægt að treysta til að fara ein út á djammið án þess að fara daðra við alla tjokkó sem henni langar uppá. Ef þú vilt ekki fá eitthvað rusl þá skaltu loka ruslatunnunni. Má vel vera stelpan sé flott og virki geðveikt skemmtileg en hverjar eru líkurnar á því að hún verði jafn jolly daginn eftir ? ætli hún eigi eftir að líta út eins og þér sýndist hún líta út inná dimmum skemmtistað ?
Ef svo vill til að stelpa lærin af mistökunum þá er það mjög gott því hvort er betra , endinn á kynlífinu eða byrjunin ? ekki viltu að stelpan sem þú byrjar með eigi EFTIR að falla fyrir tjokkó, betra að hún HAFI þá gert það og geri það ekki aftur.
Að minnsta kosti þá eyddi ég ágætis tíma í að kynnast stelpum sem mig langaði síðan bara akkurat ekkert í því það var ekkert sama stelpan og leit út fyrir að vera.
Og lítum á hliðina hjá stelpunum.
Stelpur kvarta yfir því að lenda alltaf í einhverjum fíflum, ég held að bara meirihlutinn af þessum fíflum séu þeir sem þær pickuðu upp á djamminu.
Okey gefum okkur það að stelpa næli sér í gaur á djamminu , þau fara heim og gera það , byrja saman stuttu eftir það síðan hætta þau saman afþví að strákurinn var ekki það sama eða þau pössuðu ekki saman eða strákurinn fer illa með hana. Síðan hvað næstu helgi fer stelpan aftur út á djammið og nei þarna er annar tjokkó ætli hann sé ekki geðveikt góður og sagan endurtekur sig aftur og aftur og aftur.
Og síðan er það samantektin af þessu.
Að djamma finnst mér vera allt of vitlaust þessa dagana hjá flestum snýst það uppá hössla og ekkert annað. Að minnsta kosti þegar ég fer út að djamma þá er það til að skemmta mér ekki til að komast yfir stelpur. Ef svo vill til að það sé stelpa sem mér líst á þá er það flott því fleiri sem eru að djamma í góðum fíling því betra. Ef þér líst mjög vel á hana þá ertu bara með nokkra valmöguleika þú getur já mögulega farið með henni og gert það með henni, þú getur fengið símann hjá henni og gert eitthvað ekki kynlífstengt með henni seinna(minn kostur) eða bara alls ekki neitt. En ef þú ferð með henni heim og gerir það með henni ertu búinn að breyta öllu , það getur virkað en líkurnar eru á því að það hafi ekki verið neitt annað heldur en kynlíf, ef ekki þá er hún ekki eins og hún var kvöldið áður. Hinsvegar ef þú hittir hana seinna þá er allt opið ef þér finnst hún ekki passa við þig þá klippirðu bara á þetta eða það kemur vinátta úr þessu, ef hún er ennþá eitthvað sem þú vilt þá bara reyna sitt besta og sjá hvað verður.
Staðreynd, þegar fólk er fullt fær það grímu á sig og er eiginlega aldrei eins og það er hversdaglega það er mun meira fyrir að spjalla , það líta allir mikið betur út , það er miklu skemmtilegra og hægt væri að telja áfram endalaust þannig að það fólk sem þú sérð að djamminu getur verið allt allt öðruvísi edrú.
Ef þú vilt vera öruggur um að hverju þú ert að ganga að gerðu það þá edrú og hin manneskjan þarf líka vera edrú.
Ég veit ekki hvað mannfólkið er komið langt þegar það notar alkahól til að hlaupa frá svona mörgu, sumir drekka til að geta reynt við hitt kynið , aðrir drekka til að skemmta sér, sumir drekka vegna þess að þeim finnst það gott, sumir drekka afþví þeir eru alkahólistar. En já við könnumst öll við t.d. manneskjan sem maður svaf hjá eftir gott fyllerí er aldeilis ekki sú sama og þegar maður var fullur , margir nota alkahól jafnvel sem afsökun, ég tel alkahól ekki vera neina afsökun, ég myndi aldrei láta mér dreyma að segja eftir að ég hafi gert einhvern skandal að ég hafi verið svo fullur, þá er ég bara yfirlýsa því að ég sé svo heimskur að ég detti í það aftur og aftur og geri sömu mistökin aftur og aftur og reyni að kenna alkahólinu um það, maður missir mikla rökhugsun og margar tilfinningar koma sterkar fram þegar við erum full og síðan þykjust við geta kennt alkahólinu um það þegar það vorum við sjálf sem drukkum það með góðu gleði og kunnum bara einfaldlega ekki að fara með það.
Til að finna manneskjuna sem maður vill vera með þarf maður að prufa sig áfram og fleira , samt sem áður finnst mér vera allt of mikið af því , ég er alltaf að sjá einhver sambönd spretta uppúr nákvæmlega engu og verða líka mörg þeirra að nákvæmlega ekki neinu stuttu eftir það, ég skil það ekki að fólk geti ekki gefið sér 2 daga með manneskju áður en það byrjar í sambandi með henni, ég meina ef þetta er rétta manneskjan hvað eru þá 2 dagar af þessum 50árum ? , ef þetta er ekki rétta manneskjan afhverju ekki komast að því áður en þú byrjar með henni , því jú ef þú sérð að þetta er ekki manneskja fyrir þig ertu þá ekki bara búin að flýta fyrir því að finna sá réttu með því að byrja ekki með hinni.
Ég veit bara það að tölur við kynlíf og sambönd ber að halda eins lágt og mögulegt er að mínu mati.
Ef maður er hrifin af stelpu og veit að hún er búin að vera í 12 samböndum sem öll hafa floppað ætli maður gangi beint í samband með henni án þess að búast við að sambandið floppi ?
Hvað með að hafa riðið mörgum , rosalega margir monta sig af því já ég er búinn að ríða 15 stelpum , ég er búinn að ríða 7 , já en ég 30, því hærri sem talan er því verra, ég trúi því ekki að mörgum finnist það vera spennandi að fara uppí rúm með strák eða stelpu sem er búin að ríða 30 einstaklingum þegar manneskjan sjálf er bara 20-22 ára, er þetta þá ekki bara manneskja sem er bara leitast að kynlífi, hvað ætli stelpan haldi eiginlega þegar hún veit að þú ert búinn að ríða 30 stelpum, ætli hún sé ekki spennt að fá að vera númer 31 ég meina það eru nú bara 150þús kvenmenn á íslandi og hún var sko númer 31 ?
Ég segji bara fyrir sjálfan mig að ef ég sé stelpu sem er virkilega flott og mér líst á , ef ég heyri að hún hafi riðið 30 strákum þá dettur álitið mitt á henni hraðar niður heldur en buxurnar á micheal jackson þegar hann sér smástrák.
Líka eitt sem mig langar að bæta við sem kemur þessu ósköp lítið við.
Allar stelpur segja ítrekað hvað strákar séu óþroskaðir og já stelpur vilja frekar eldri strák og oft BARA eldri stráka.
Þroski kemur ekki bara kynjum við, hvað er meðalmunur á þroska stelpu og stráks 1-2 ár ? Ok gefum okkur það þá að strákar séu eftirá í þroska , sennilega mest megnis tilfinningarlega en já stelpur eru mun meiri tilfinngarverur en strákar víst. EN þetta gildir ekki um ALLA stráka hversu mikið sem búið er að segja það.
Hvernig líst ykkur á það að við strákarnir tökum okkur saman og stimplum allt kvenfólk heimskt afþví að það er svo auðvelt að komast uppá yngra kvenfólk og síðan kvartið þið undan því að við séum fífl og eftirá í þroska , maður verður gáfaðri og vitrari eftir því sem maður þroskast, ef við erum svona óþroskaðir afhverju látið þið þá okkur komast upp með svona ?
Þetta dæmi með að við myndum stimpla allt kvenfólk heimsk er SVO útúr myndinni að það er ekki fyndið, það er ekki einusinni nálægt því að vera satt. En gildir það sama ekki um hitt ? er það ekki frekar ýkt.
Það eru til 17 ára stelpur sem eru álíka þroskaðar og 15 ára stelpur , það eru til 15 ára stelpur sem eru með þroska á við 18 ára stelpur , þetta gildir alveg jafn um stráka og stelpur við erum kannski yfir allt eftirá en eins og kvenfólkið vill meina þá tvöfaldar eða þrefaldar það tímann á þroskamuninum og lætur mörkin þar.
Að lokum.
Spendýr hafa lifað svona lengi vegna þess að við lærum og aðlögumst umhverfi okkar , ef maður vill komast í samband hvernig væri þá að vera í þeim dúr, ef maður vill kynlíf þá getur maður farið í þann dúr , stundum kemur þetta saman á eitt og allt flott með það.
Ég vil bara segja það að þessi grein má vel vera langt frá því sem öðrum finnst , má vera heimskuleg og barnaleg og ég veit ekki hvað þið getið dæmt um það sjálf.
Þetta gildir alls ekki um allt yfir höfuð um djamm og skemmtanir þetta er einfaldlega mestmegnis um það að góðir strákar klára seinast og um vondar stelpur. Ef þið ákveðið að brenna eitthvað hérna flott gott og fínt , en þegar upp er staðið þá veit ég meira og ég skrifaði þetta einfaldlega til að deila því með öðrum og fá álit ef ég kem útúr því aðeins vitrari þá get ég ekki tapað.
P.S. Þið mynduð ekki trúa hvað tók langan tíma að skrifa etta , þarf að láta puttana mína í endurhæfingu eftur etta.
Frjals