Oki ég er búin að vera með stelpu í um 4 mánuði núna og allt gengur vel elska hana þvílíkt. En þegar við byrjuðum saman sagði hún mér að hún hefði einu sinni reykt en væri hætt. En eftir um mánaðarsamband fann ég sígarettupakka í veskinu hennar. Hún segir að þetta sé síðasti pakkinn hennar og hún sé hætt þegar hann klárast. Ég leyfi henni það og trúi henni svona mátulega. Og alltaf þegar ég spurði hana eftir að pakkinn var búinn hvort hún væri búin að fá sér að reykja sagði hún bara “nei ég er hætt treystiru mér ekki ?” Ok síðan líða mánuðir og eitt sinn gerðist það að hún biður mig um leyfi um að fá sér eina sígarettu með vinum mínum sem btw reykja. Ég hugsaði mig um og sagði síðan ok gerðu það sem þú vilt. Við náðum síðan samkomulagi um að hún mætti reykja eina á mánuði. En hún lofaði semsagt að reykja bara þessa einu og síðan eina á mánuði. Síðan núna í gær ætluðum við að hittast en mér var síðan boðið í partý og bauð henni með en hún vildi það ekki og fór í smá fílu því ég vildi frekar fara í partý en hitta hana. Síðan núna áðan kemur hún heim til mín með sígarettu í kjaftinum.. og bara “hvað akkuru ætti ég ekki að reykja” hún var líka með fullan pakka í veskinu.
Langaði bara að spurja hvort ykkur fyndist ég ósamgjarn að “banna” henni að reykja ? Is it too much to ask ?
Get bara ekki að því gert en mér finnst það bara þvílíkt turnoff þegar stelpur reykja, finnst það ógeðslegt.
Og vildi óska að kærastan mín myndi hætta því mér finnst hún fullkomin fyrir utan reykingarnar.
There is no good or evil, there is only power and those too weak to seak it.