Halló kæru Hugarar.
Þannig er mál með vexti að vinur minn og frændi er búinn að vera með kærustunni sinni í svona hálft ár u.þ.b. og undafarna daga er hann búinn að vera að tala við mig um hvað hann er orðinn hálf þreyttur á að vera í þessu sambandi. Við erum mjög góðir vinir,(skyld) og tölum um allt svo hann reyndi að fá nokkur ráð hjá mér.
Hann sagði mér frá því að kærastan, sem er alveg frábær stelpa, er farin að haga sér öðruvísi, t.d. farin að verja mjög miklum tíma með öðrum vinum sínum og lætur eins og hún hafi ekki tíma fyrir hann, er oft bara úti með öðrum krökkum um helgar og röflar svo mjög mikið í honum þegar hann “hefur ekki tíma” fyrir hana því hann er að fara að gera eitthvað annað.
Honum líður mjög eins og hún sé komin með leið á honum eða hvað hann sé mikill félagsskítur og eitthvað svoleiðis. Hann er ekki mikið fyrir að fara út(meira svona rólega týpan) en hún er heldur enginn svaka djammari. Svo er fullt af öðrum smáatriðum og eins og við vitum flest, skipta þau miklu, ef ekki mestu máli í samböndum.
Þegar þau byrjuðu saman þá var hann viss um hún væri sú eina rétta fyrir hann og hann sá ekki sólina fyrir henni,eða hvað sem maður segir=) Hún var sú eina fullkomna fyrir hann að hans sögn.
Hann hugsaði ekki um aðra stelpu, talaði ekki um aðra stelpu og allt var frábært.
Þessi strákur, hann hefur undanfarið verið að tala við aðra stelpu, bara sem vinir, sem honum finnst mjög skemmtileg og áhugaverð. Hún er mjög fyndin og hress, en það er líka alveg frábært að tala við hana af alvöru. Hún er mjög frábrugðin kærustu hans og hann sagði mér að honum finnist eins og hann hrífist mjög af henni,persónuleikanum (hún er mjög fríkuð og flippuð)og líka hvað hún er mjög öðruvísi en kærastan hans. Þessi stelpa er mjög hrifin af honum en er samt ekkert að reyna að koma upp á milli þeirra tveggja og er því bara honum sem vinur. Þessi stelpa er mjög náin vinkona mín og rétt að geta til þess að þau kynntust í gegnum mig, þess vegna veit ég svona smáatriði;)
En það er kominn mikill efi í strákinn, hann tekur svona sambönd mjög alvarlega, og hann er farinn að velta sér mikið upp úr því hvort að kærastan hans sé sú rétta fyrir hann eða sú ranga. Hann veit ekki hvort hann ætti að taka sjénsinn og fórna þessu sem hann á með kærustunni sinni, þar sem það mun hvort sem er einhverntímann enda, og bæta samband sitt við þessa stelpu, eða gleyma stelpunni og reyna að laga sambandið við kærustuna.
Nú spyr ég, hvað mynduð þið gera? Þetta er ekki öll sagan en hann hrífst mjög af hinni stelpunni, en veit svo ekki hvort hann ætti að kasta sambandi sínu á glæ fyrir hana.
Kv.Cap2