Ég hef lifað frekar fáranlegu lífi svo að vægt sé til orða til tekið. Ég ætla einungis tíunda þann hluta sem að kemur þessum málaflokki við. Ég hef gegnum tíðina verið ákaflegur óreglumaður, ég hef unnið sjálfum mér og öðrum mikið tjón. Ég hef traðkað á líkamlegri og andlegri heilsu minni. Ég hef klessukeyrt sjálfan mig samfélagslega og verið svona underground maður í þessu þjóðfélagi. Eins og títt er með menn af mínu tagi þá skipti ég um umhverfi og fluttist héðan af brott til fjarlægs framandi lands. Til lands sem að gerði mér kleyft að ganga um göturnar án þess að eiga það á hættu að rekast á einn né annan meðborgara minn frá Íslandi.
Óreglan hélt áfram og ég varð þjóð minni til skammar. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að taka mig á og tók upp á því hjá sjálfum mér að negla mér niður einhverja stefnu í lífinu. Ég fór í skóla í þessu landi til að læra tungumálið. Þar varð á vegi mínu stúlka sem að ég féll fyrir, við urðum yfir okkur ástfangin og mig langaði enn meira að verða að betri manni. Skólatíminn varði í 3 mánuði og við áttum samleið allan tímann. Hún var frá bandaríkjunum og var frá fínni efristéttar fjölskyldu, eitthvað sem var mér meira framandi enn nokkurn tímann þetta land sem við urðum ástfangin í. Hún ætlaði eftir skólann að nema lögfræði og verða innflytjendalögfræðingur. Mér hinsvegar var uppálagt að snúa aftur til Íslands. Við kvöddumst á flugvellinum með sárum tárum, enn og aftur stóð ég einn eftir á leiðinni ómeðvitað inn í það líf sem ég hafði skilið við. Við höfðum ákveðið að giftast. Ég átti að fara aftur til Íslands og ganga frá mínum málum þar, enn hún myndi bíða mín í bandaríkjunum og undirbúa koma mína. Ekkert af þessu gerðist. Hún fékk að fylgjast með mér í gegnum bréfaskriftir þar sem ég sleikti enn og aftur botninn í raunverulegu blóðbaði og dauða. Árið leið og ég fældi hana í burtu frá mér og sagði henni að ég hefði ekki lengur áhuga á henni, sem var þvert ofan í mínar raunverulegu tilfinningar. Ég varð hræddur og vanmáttugur og ákvað það með sjálfum mér að hún af hennar klassa ætti skilið eitthvað miklu meira en mig pönkarann, rónann og undirmálsmanninn. Hún hélt áfram í lögfræðinni og hætti að hafa samband við mig. Ég hélt áfram að lifa í mínum drullupytti, sár, bitur og uppfullur af sjálfsmorðshugsunum, eilífri sjálfsvorkunn og andstyggilegri geðveiki.

4 ár eru liðin síðan leiðir okkar lágu saman. Ég fór inn á sjúkrastöðina af hreinni tilviljun seinasta sumar og hef verið edrú síðan. Ég hef fundið lífið aftur og mér er farið að þykja ákaflega vænt um fólk. Ég hef reynt að bæta fyrir brot mín, enn á ennþá langt í land með það að vera búinn með ætlunarverk mitt. Það að ég hafði farið svona að ráði mínu nagaði mig svo að seinustu helgi hafði ég samband við litla lögfræðinginn minn. Ég átti von á því að fá e-mailið sem ég sendi í hausinn með skít og skömmum. Ég athugaði póstinn minn í morgun og sá að ég átti bréf frá því netfangi sem ég hafði sent deginum áður. Ég ætlaði ekki að þora að opna það, en lét mig hafa það. Bréfið var svo fallegt og mér leið svo vel að það liggur við að ég sé búinn að vera sönglandi í allan dag. Ég geri mér grein fyrir því að allar gömlu góðu tilfinningarnar sem ég hafði þegar ég var ástfanginn af henni voru komnar aftur. Ég hef ekki ráðið mér fyrir kæti. Hún er ógift. Hún er orðin skjaltösku kona í viðeigandi fötum. Hennar fjölskylda er ennþá skipuð þessu fína uppstéttarfólki. Mig langar úr til hennar og ég er tilbúinn að kasta öllu því til sem ég hef gert hérna mér til framdráttar (sem að er ekkert smávegis) og fljúga beinustu leið til bandaríkjanna.

Hvað á ég að gera?