Góðan dag/gott kvöld. Viljiði reyna að gefa einhver góð svör.. t.d ef þið hafið lent í þessu sama ?
Jæja, málið er þannig að ég hef núna verið hrifin af strák í dálítinn tíma, svona u.þ.b 3 mánuði. Hann er ýkt skemmtilegur og góður en málið er að hann er með stelpu, sem er rosalega sæt og allt það. Ég er ekki þannig týpa sem reynir við stráka sem eru á föstu en ég get ekki hætt að hugsa um þennan strák. Mér langar alltaf að tala við hann og ég þoli ekki þegar ég sé hann og kærustuna hans saman, ekki það að ég vil ekki að hann sé ánægður, ég bara þoli það ekki því ég er svo ógeðslega hrifin af honum og langar að vera með honum.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera því ég get alls ekki sagt honum hvað mér finnst um hann. Hann færi örugglega aldrei að hætta með henni fyrir mig þar sem hún er mjög sæt og þau eru miklu nánari (að sjálfsögðu) heldur en við en ég get ekki annað gert en að pæla í því EF hann myndi gera það?
Ég er ekki buin að vera hrifin af strák síðan ég hætti með síðasta kærasta mínum því ég ber alla saman við minn fyrrverandi en þetta er í fyrsta skipti, síðan ég hætti með kærastanum, að ég finn að ég sé virkilega hrifin af einhverjum en ég er bara svo óheppin að hann er með stelpu. Það hafa örugglega margir lent í þessu og hvað gerðuði, eða hvað mynduði gera ?
Ég verð að fá einhver svör eða eitthvað því ég get gjörsamlega ekki hætt að hugsa um hann og ég er svo hrædd um að gera eitthvað þvílíkt rangt á röngum tíma og hann hati mig eða kærasta hans eða eitthvað!! :s