Það sem mér finnst vera rómantík er þegar hinn aðilinn í sambandinu gerir ekkað sem kemur frá hjartanu hvort að það sé að gefa manni blóm eða segja ekkað sætt eða jafnvel bara hringja bara til þess að heyra röddina á hinni manneskjunni. Mér finnst gjafir ekki endilega vera stór hlutur af rómantík, ég hef oft heyrt stelpur kvarta um æjj hann gefur mér aldrei gjafir eða ekkað þannig en ég verð að segja að það skiptir mig engu máli. Auðvitað er alltaf gaman að fá gjafir.
Mér er alveg sama hvað fólk segir mér finnst kertaljós alltaf rómantískt það er ekki corny eða neitt að mér finnst en það er alls ekki nauðsynlegt að kveikja alltaf á kertum þegar makinn kemur í heimsókn, mér finnst bara kertaljós hjálpa mikið til að skapa stemningu.
Ég þoli ekki þegar einhver er rómantískur því að honum eða henni finnst hann þurfa að vera rómatískur. Eins og kom fyrir með fyrrverandi kærasta minn, hann var búinn að vera ógeðslega leiðinlegur við mig einhvertíman og hann vissi það og hann bauð mér heim til hans og þá voru kerti og hann gaf mér rós og alles og það var mjög rómantískt og ég hélt að hann sæji greinilega eftir því sem að hann gerði en eftir kvöldið var hann farinn að láta nákvæmlega eins vimmig :( svo var hann oft að reyna að skapa rómantík til þess að reyna að sofa hjá mér,setti rósablöð á rúmið og ekkað, en það virkaði ekki, hann var svo vondur vimmig ég vissi að hann var bara að hugsa um kynlíf.
Núverandi kærasti minn er æðislegur og rómantíkskur bara afþví hvernig hann er og hve góður hann er við mig og það er eins sem skiptir virkilega máli í lok dagsins.
Mér finnst líka rosalega rómantískt þegar fólk syngur fyrir hinn aðilan, ég hef verið svo óheppin að engin af kærustunum mínum geta sungið (eða ég veit ekki um núverandi, hann er allavega rosalega nettur í að raula :D). Þetta hljómar smá eins og ég er með ekern huga kærasta lista en sannleikurinn er sá að þeir hafa aðeins verið 3, enda er ég ung bara sextán ára skotta :D
I'm not a violent woman. I prefer emotional terrorism.