Hvað er til ráða???
Ég er 16 ára stelpa sem er búin að vera með strák í 7 mánuði. Ég varð fyrst hrifin af honum nov 2002. Hann er yndislegur strákur og rosalega góður við mig. Við fórum í sinnhvorn skólan og höfum bæði breyst mikið síðustu mánuði, við eignuðumst nýja vini og fleira. Við erum bæði sammála um að hafa breyst en málið er að í skólanum sem ég er í núna eru allir rosalegir vinir og ég fer að tala við einn skólafélagann svolítið meira og við tölum saman á msn allan daginn. Það er rosalega gaman að tala við hann og við hlæjum stanslaust saman. Ég fór að hugsa að ég væri ekkert hrifin af honum en svo fór ég að viðurkenna að ég sé hrifin af honum og kærastinn er eiginlega líka farinn að taka eftir þessu því að honum finnst ég tala svoldið mikið um hinn strákinn, svo spyr hann mig hvort að ég sé orðin svoldið hrifin af skólafélaga mínum. Þegar ég kyssi kærastann minn sé ég hinn strákinn fyrir mér vera að kyssa mig og þegar við stundum kynlíf sé ég inn strákinn aftur og ég vil ekki stunda svoleiðis kynlíf. Mér þykir rosalega vænt um kærastann minn og vil vera með honum en ég vil líka kanna markaðinn meira en ég vil líka halda áfram að vera með kærastanum ennþá. Meira að segja þegar ég er með sjálfri mér hugsa ég um skólafélgagann. Ef það er einhver með eitthvað gott ráð þarna úti væri gott að fá að heyra það. Líka er ég að pæla er þetta bara eitthvað tímabundið sem kemur fyrir í flestum samböndum?? Ég hugsa oft að ef ég væri ekki á föstu gæti ég gert hvað sem ég vildi með öðrum þegar ég vildi. Bara plís ég er algjör grænjaxl í svona málum…