Svalheit = State of Mind Heil og sæl.
Ég er nýbakaður 17 ára strákur og svara undir nafniu Crestfallen, eins og er. Mér langar að deila með ykkur smá part af mínu lífi, sem ég kýs að kalla “Umbreitinguna”

Á mínum yngri árum var ég alger aumingi og fældi jafnvel stelpur í burtu sem höfðu kannski haft smá áhuga, með bara plain aumigjaskap. Bera töskurnar þeirra og kjaftæði, á meðan strákar sem voru að borða mold og kasta ormum í þær voru að fá óguðlega mikla athygli (nú erum við að tala svona 11 ára)

Það var vægast sagt ekki að virka. En svo núna þetta seinasta 1,5 árið, þá hef ég orðið mun sjálfstæðari, með að sýna áhugamál mín (sem eru ekki mjög “stelpuvæn” megnið af þeim) og byrjaði bara eitthvað að spjalla um heimspeki, stjörnufræði og jafnvel japanskar teiknimyndir, við jafnvel vinsælustu stelpurnar og ef þær höfðu engan áhuga á þessu eða skilgreindu áhugamál mín sem bara plain nördaskap, þá gátu þær bara átt sig.

Þetta gerði að ég var farin að gef skít í flest allar gelgju-stelpurnar sem voru yfirleitt þær vinsælustu, sem gerði að þær byrjuðu að sækjast mikið í mig (því miður) og taka nú ekki hinti um að ég kæri mig ekki um félagskap þeirra.

Þannig að það skiptir ekki máli hvað maður gerir eða hvernig maður er, bara að maður sé nógu sjálfstæður og er ekkert að beygja sig undir einhverjum stereótýpum. Bara að stökkva upp á borð og segja “ÉG SPILA SKÁK OG ÉG ER TÖFF!”

Núna á ég æðislega kærustu sem tók upp öll mín áhugamál, eftir að við byrjuðum saman, hvort sem það var aðdáun á Smashing Pumpkins, Japanskar teiknymyndir, Final Fantasy eða bara hvað sem er.

Semsagt tel ég að það fari bara eftir persónuleika aðdáendana, hvað flokkast sem svöl áhugmál og hvað ekki

Hilsen Crestfallen

Ps. Veit að þetta er ekkert roslega merkileg grein, en ég tel þetta vera málefni í okkar samfélgi sem fær ekki nærrum því næga umfjöllun….Og skítköst verða endursend til höfunda þeirra