Ég skrifaði grein hérna inná um að ég hafi haldið framhjá kærastanum mínum og fékk nokkur góð ráð, ég ákvað að ég skildi segja kærastanum mínum frá þessu og ég varð þá bara að díla við það ef að hann skildi dömpa mér sem hann myndi mest líklega gera. Ég var samt búin að lofa mér einu að alveg sama hvað myndi gerast þá ætlaði ég alls ekki að hlaupa til hins gaursins (s.s viðhaldinu :()
Ég var náttúrulega háskælandi þegar ég sagði honum frá þessu enda vissi ég að ég væri mest líklega búin að missa besta strák sem ég hef nokkurtíman kynnst. Eftir að ég sagði honum þetta þá sagðist hann vilja vera einn og ég fór, ég sá hvað hann var sár og þá varð ég ennþá meyra sár. Í morgunn kom hann til mín og hann sagði að hann gæti sjálfum sér umkennt að hafa ekki samband við mig og hann sagði að hann vorkenndi mér bara ef að ég gæti ekki sagt nei við stráka en hann sagðist hafa fyrirgefið mér en hann mun aldrei gleyma þessu. Svo töluðum við lengi um það að ég gæti ekki sagt nei og hann var að segja mér að ég þyrfti virkilega að fá hjálp annars gæti hann ekki skilið mig eina eftir með strákum.
Með hinn strákinn þá sagði ég honum að ég ætti kærasta og hann virtist ekkert vera sár…..turnes out að hann var bara að nota mig. Gott á mig.
Ég skil ekki afhverju hann gat fyrirgefið mér fyrir þetta og ég verð virkilega að fara til sálfræðings eða ekkað útaf þessu með strákana því að ég þori ekki að vera ein með stráka vinum mínum lengur! Ég veit að ég á þennan strák ekki skilið og að hann er of góður fyrir mig þannig að það er algjör óþarfi að fá þannig tilsvör.