Þannig er mál með vexti kæru hugararað fyrir nokkrum mánuðum byrjaði besti vinur minn með stelpu sem er mjög sæt og skemmtileg. Hún er eiginlega besta vinkona mín. Þessi vinur minn er lagn besti vinur minn í öllum heiminum og ég myndi ekki gera neitt til þess að særa hann á einhvern hátt.
Hann og hún hættu saman fyrir einhverjum 2 mánuðum eða svo, og ég veit að vinur minn elskaði þessa stelpu meira en allt og veit ekki alveg afhverju hún vildi hætta með honum. Ég vil ekki halda því fram að það hafi verið vegna þess að hún sé hrifin af mér en svo segir besta vinkona hennar.
Eftir að þau hættu saman þá höfum ég og hún verið mikið saman, ekki neitt kynferðislegt heldur bara svona sem vinir. Á fylleríi í byrjun desember sagði hún við mig að hún hefði alltaf verið svolítið hrifin af mér ásamt því að vinkonur hennar séu líkar hrifnar af mér, segir hún. Svo í skólanum núna í byrjun árs þá tók hún mig afsíðis og talaði við mig um þetta hvort mér litist eitthvað á þetta ef við tvö myndum gera eitthvað í þessum tilfinningum okkar. Ég get ekki hugsað mér hvernig þetta færi með vin minn og það versta er að því meira sem ég hugsa um allt þetta þá verð ég bara meira og meira hrifnari af þessari stelpu. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég get gert mér líður alveg fáránlega illa…..ég hef aldrei á ævinni haft eins mikið samviskubit yfir því að vera hrifinn af stelpu áður, í rauninni er þetta í fyrsta skipti. Hún segist alveg vita af því að vinur minn sé enn hrifinn af henni og henni finnst það dálítið skrítið (mér finst það í rauninni ekkert skrítið þessi manneskja er yndisleg). Á næsta sumri fer ég til spánar og hún fer víst á sama tíma, á sama stað, á sama hótel og hótelherbergin verða nánast hlið við hlið. Guð er að refsa mér fyrir eitthvað……ég veit að ef ég geri eitthvað með henni er ég búinn að tapa besta vini mínum og það vil ég náttúrulega ekki, en ef ég geri ekkert með henni þá missi ég hana og ég vil það síður.
Ég hef aldrei á ævinni staðið frammi fyrir sams konar vandræðum.
Hvað á ég að gera????!?!?!?
“It's only after you've lost everything that you're free to do anything” - Fight club