Núna hinsvegar var ég alveg komin ágætlega yfir þetta og var bara sáttur við lífið og tilveruna og að vera án hennar, en þá fór maður að heyra vini sína tala um hvað hún væri nú flott.. :S ok maður reyndi að útiloka þetta, svo fór maður að heyra hvað þeir væru til í að taka hana.! Þá fauk í mig en lítið sem ég gat gert. Mér þótti náttúrulega gífurlega vænt um hana og við gátum alveg talað saman og svoleiðis. Síðan víkur sögunni að vini mínum, við bókstaflega vorum alltaf saman og gerðum allt saman í 3 ár. Á meðan ég var í þessu sambandi við stelpuna var hann sá sem ég leitaði til og ræddi við þegar okkur gekk illa. Síðan hættum ég með þessari stelpu og frétti að hann vinur minn var eitthvað að reyna við hana og sagði honum að mér mislíkaði þetta en hann snéri sér að mér og sagði að ég ætti engann eignarétt á henni og við það sat.
Eftir 2 mánuði frétti ég frá vinkonu minni að þessi umræddi vinur minn sé byrjaður með stelpunni :( þetta var eins og að fá þungt kjaftshögg, ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, ég var svo reiður og í leiðinni svo sár að mig langaði að gráta.
Núna fyllist ég reiði og biturleika þegar ég hugsa til þeirra, ég veit ekki afhverju, er þetta afbrýðissemi bara ?
Mér þótti líka virkilega leiðinlegt að missa þennan góða vin. En allavega er mitt álit að bestu vinir eigi ekki að hirða upp leifarnar !
Ég get varla lýst því hvernig mér líður, það er virkilega óþægilegt.!
“We are brothers from different mothers”