Ég er soldill Hugari og hef verið það núna nokkur ár og ég var ekki alveg
viss hvar ég ætti að seta þessa grein, nú aðalástæðan ég setti hana á
Rómantík er að þar eru fleiri stelpur en strákar. En….

Ég er 16 ára gamall unglingur (18. júní 1987) og ég viðurkenndi sjálfann
mig tvíkynhneigðann þennan mánuð og ég hef soldið fram að færa fyrir
ykkur.

Þjóðfélagið okkar hefur gert eitt við okkur öll, það er að láta okkur trúa að
annað en gagnkynhneigð sé rangur hlutur. Þetta gerðist við mig, ég var
hommafælinn í mörg mörg ár þangað til ég þroskaðist. En vinir mínir segja
það sama að þjóðfélagið lét þá trúa þetta og man að vinur minn sagði að
fólk uppnefndi hvert annað með að kalla það ´homma´!
Þetta gerði hluti erfiðari fyrir mig. Siðferðið mitt hálfgallaða var að berjast á
móti vilja mínum. Ég vildi ekki trúa að ég væri tvíkynhneigður en ég vildi
viðurkenna það. Tvíkynhneigð er mjög breytileg með einstaklingum. Eins
og ég er kynferðislega aðlaðaður að báðum kynjum jafn mikið en ég hef
mun sterkari tilfinningar gagnvart stelpna í ljósi ástarinnar, eða hvernig
sem hægt er að segja það.

Ég sagði vinunum þetta og sem betur fer voru 25 af 25 vinum alveg
drullusama. En ég segi ei foreldrum og mun ekki. Og sem betur fer hefur
þetta breytt nánast engu.

Ég hef vandlega velt því fyrir mér hver er ástæðan á kynhneigð minni.
Forvitni? Fortíðin? Genasamsetning? Ef einhver spyr mig hvort ég sé
stoltur af kynhneigð minni þá segi ég nei. Ég ber engar sérstakar
tilfinningar í átt hennar. Ég þekki nú engann gagnkynhneigðann sem er
virkilega stoltur með kynhneigð sína. En auðvitað fer það bara eftir hvort
einn sé ánægður með hana og ef þú spyrð mig hvort ég sé ánægður með
hana segi ég já. En ástæðuna veit ég ekki. Kannski getið þið sagt mér?

Þetta ár hefur verið ár óákveðnis og mikillar hugsunar. Og mig langar að
heyra ykkar álit……

Annað. Ég veit að megnið af fólki hér hefur alls ekkert á móti þessu en
það mun allavega einn af ykkur segja eitthvað neikvætt við mig? Ef þið
viljið spurja eitthvað gerið svo, ég er allur eyru (og ekki misskilja).