Ég bið ykkur um að reyna að svara eða gefa mér ráð með því að reyna að láta ykkur í mín spor. Ég hef aldrei skrifað eitthvað persónulegt hér en ég veit ekkert hvað ég á að gera.
Það byrjaði þannig að frænka mín kynnti mér fyrir vin hennar í sumar. Hann og ég urðum þvílíkt góðir vinir og eigum margt sameiginlegt. Við smullum bara saman þrátt fyrir svolítinn aldursmun og við getum/gátum talað um allt.
Ég var alltaf mjög hrifin af honum, ekkert endilega kynferðislega, heldur sérstaklega út af persónuleikanum hans og hvað hann kom vel fram við mig. Sambandið bættist alltaf og við urðum meira en vinir.
Eitt skipti var ég tala við frænku mína og hún sagði mér að hans fyrrverandi væri búin að vera mjög ágeng við hann og þau væru búin að fara saman á djammið nokkru sinnum og svoleiðis. Ekki samt að það sé eitthvað hrikalegt, en flestir vita að margt getur gerst á djamminu. Ég hafði oft talað við hann um þetta og reynt að fá að vita hvort það væri eitthvað meira í sambandi þeirra. Hann varð alltaf fúll, kannski er það skiljanlegt, kannski hljómaði þetta þannig að ég treysti honum ekki.
Einn dag fór ég til hans og ég sá strax að hann var dálítið fúll. Svo um kvöldið leigðum við spólu og vorum bara eitthvað að kúra þegar ég fór eitthvað að tala um hvort að hans “ex” væri ennþá að reyna við hann aftur. Hann klikkaðist gjörsamlega og bara fór yfirum. Þetta var greinilega viðkvæmt mál fyrst að ég mátti ekki minnast á það og greinilegt að hann bæri einhverjar tilfinningar til hennar. Við “rifumst” þvílíkt og endaði með því að hann “sló” mig, og það var ekkert svona “bitch-slap”.
Mér brá þvílíkt, fann samt lítið fyrir högginu útaf því hvað sárt það var að hann skyldi gera þetta. Hann sá strax eftir þessu og tók utan um mig og reyndi að hugga mig en ég var bara skíthrædd, vissi ekki hvað ég átti að gera. Hann baðst afsökunar oft og við höfum rætt þetta og hann sagði að hann hafði bara misst stjórn á skapinu og það myndi gerast aldrei aftur en ég er bara svo hrædd því að þetta er hlið á honum sem ég þekkti aldrei. Kannski voru þetta bara ein mistök sem gerast aldrei aftur en hvað ef það er það ekki??´Mér þykir þvílíkt vænt um hann og kannski var ég bara að sýna að ég treysti honum ekki en ekki þýðir það að hann hafi rétt á að leggja hendur á mig ?? Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Veit að það er réttast að losa mig við hann en getur bara ekki verið að þetta eru svona “one-mistake”?? Eiga ekki allir skilið að fá annan sjéns ??