Jæja…

Það sem mig langar svona að skapa umræðu um er þetta með sambönd sem hafa staðið lengur en 2 ár.
Ég er búin að vera með kærasta mínum straight í 2ár frá því við hættum saman í 1 ár, þar á undan vorum við búin að vera saman í 2 ár :) og erum við bæði 84 model.

Þessa manneskju elska ég út af lífinu og mér finnst hann vera hluti af sjálfum mér. Ef hann fer eitthvert yfir helgi og er í mikilli fjarlægð þá finnst mér hluti af sjálfum mér fara t.d hann var burtu í 3vikur og ég var að farast á þessum tíma, ekki gott.
Svo kemur hann heim….og þá verður allt svo frábært og æðislegt þó við höngum ekkert saman þá bara að vita að helmingur manns er kominn heim getur maður andað léttar….vona svona að þið skiljið hver ég er að fara.

Svo kemur málið að í hinu dagelega lífi getur verið algjört pain að þurfa umgangast hann….bara vá, pirringuruinn er kominn allveg upp fyrir haus (hjá báðum aðilium) og við svona “rífumst” mikið þ.e.a.s ég rífst mikið, ekki á slæmum nótum heldur svona nöldra :) svona gengur þetta.
Svo koma þessar stundið sem við skemmtum okkur konunglega yfir bara hinum og þessum atriðum sem engin annar skilur eða fattar :) svo þegar farið er að sofa á kvöldin þá rennur það alltaf upp fyrir manni hvað maður er heppinn að hafa svona góðan félaga, vin og stoð fyrir lífið sem er framundan.

Endilega segið frá ykkar sambandi og hvernig ykkur líður :)
Ka^zg^aR has made his point here