Ok, enn ein “Mig vantar hjálp!” greinin hugsa örugglega margir…En mig vantar bara einfaldlega góð ráð og ég ætla að biðja ykkur um að vera ekki með neitt skítkast…

Málið er að fyri um einum og hálfum mánuði þá afmeyjaðist ég með strák sem ég hafði verið að dúlla mér smá með. Og ég sé sko alls ekki eftir því, ég tel að hann hafi verið rétti strákurinn til þess, hann er nefnilega mjög góður við stelpur þegar kemur að svona hlutum…
En við höfðum verið að tala um að gerast bólfélagar og við bæði tekið vel í þá hugmynd, hann var bara mjög sáttur við það…
Það er samt eitt vandamál, við búum á sama stað en ég er í skóla annars staðar, en ég kem þó öðru hvoru heim.
En það er eitt sem ég skil ekki, það er kominn einn og hálfur mánuður og ég er lítið sem ekkert búin að heyra frá honum :( Helgina eftir þetta fór ég aðeins á rúntinn með honum og hann kyssti mig mömmukoss bless…En það er nú ekkert merkilegt.
Ég bara skil ekki, ok hann er strákur og ætti að vera glaður fyrir að eiga séns á að fá sér að ríða…sorry orðbragðið, ég veit að þetta er ekkert svo rómantískt! En svo bara hefur hann ekkert samband? Hann hefur alltaf vitað þegar ég hef komið heim eftir þetta sko…
Ég viðurkenni samt alveg að ég hef aldrei sent honum sms að fyrra bragði nema einu sinni.
Ég samt bara skil ekkert í þessu?? Ég kann ekkert á svona mál, er frekar óreynd í svona…
Vinkona mín, sem hefur reynslu í svona málum hefur sagt mér að hann eigi eftir að hafa samband, ég á bara að slaka á og ekki hafa svona miklar áhyggjur. En ég er farin að efast, ég meina halló, ég hef komið þrisvar sinnum heim og ekkert hefur skeð?
Kannski hefur staðið illa á hjá honum þegar ég hef komið heim, ég veit allavega að eitt skiptið þá var hann að vinna og eitthvað…
En ég vil spyrja ykkur, sem kunnið á svona dót, að svara mér hvernig er eiginlega staðan á þessu?? Ég þoli nefnilega ekki að standa í svona óvissu, mér finnst það geðveikt pirrandi. Ég er bara alveg ráðavillt.
Takk fyrir
friend
Ég finn til, þess vegna er ég