Hæhæ.
Þið hafið örugglega lesið 2000034354345 svona vandamálabréf en ég ætla samt að koma með eitt í viðbót!
Sko… það er þannig að í sumar, þá kynntist ég rosa skemmtilegum strák sem ég varð fjótt hrifin af. Hann er 15 ára en ég er 13….
Eftir að við vorum búin að hittast soldið oft, þá byrjuðum við saman. Við hittumst ekki mjög oft, enda býr hann soldið langt frá mér.
Við höfum ekki gert neitt nema að kyssast og svoleiðis… og mér finnst ég ekki vera tilbúin til að fara mikið lengra….
Einu sinni þegar hann kom til mín eitt kvöldið, þegar ég var ein heima, þá fórum við bara að horfa á einhverja mynd og kyssast og þannig… svo fór hann eitthvað að reyna fá mig til að fara úr peysunni og fór að káfa á mér…. mér fannst það óþægilegt því ég er ekki vön þessu og bað hann að hætta. Hann varð hálffúll og sagist bara hafa ætlað að vera góður við mig (ég efast ekki um það… en getur hann samt ekki skilið að ég vildi þetta ekki?!?!?!)
Svo núna er það orðin þannig að við hittumst miklu oftar en eiginlega aldrei nema að hann reyni að komast eitthvað lengra með mér.
Ég hef ekki leyft honum neitt mikið en samt eitthvað aðeins meira en að kyssast….. heh
Ég er ekki tilbúin til að sofa hjá strax og ég ætla ekki að gera það, og ég hef talað við hann og sagt honum það… en hann virtist ekki skilja það…..
Þetta er ekki þannig strákur sem er bara að reyna fá mig í rúmið með sér…. ég er vissum að honum finnst rosa vænt um mig, enda hefur hann sagt mér það… oft! Og ég er líka hrifin af honum.
Hvað á ég að gera til að fá hann til að skilja að ég er ekki tilbúin…. og verð það örugglega ekki strax… kannski finnst ykkur það asnalegt, en ég er bara 13 ára og ég vil frekar bíða og finna þann rétta og gera það þegar ég er örugglega tilbúin. Og ef hann er sá rétti þá getur hann alveg beðið í eitt eða fleiri ár….
Hvað finnst ykkur?!?