Jæja, ég stórefa að þessi grein verði samþykkt, en ég tapa ekkert á því að minnsta kosti reyna :) meina, það er víst fólk sem les korkana svona af og til.

En til að víkja mér að efninu, þá verð ég að segja að ég er orðin nokk þreytt á því að sitja hérna og lesa vandræði annarra í ástarlífinu. Sjálfsagt, fólk ræður því hvað það sendir hérna inn. Með fullri virðingu fyrir fólki og þeirra vandamálum í blessuðu ástarlífinu, þá langar mig eiginlega meira að heyra eitthvað gott núna. Kannski svona að tala um góðu hlutina í sambandi við ástina núna í staðinn fyrir að tala um hve þessi og þessi gaur var mikill bjáni og ógeð o.s.frv. Meina.. Vill fólk ekki deila með hugurum hvernig það kynntist elskunni sinni, segja frá góðu hlutunum og svona? :)

Ég t.d. bý með kærastanum mínum, og hann er hreint yndislegur maður :) Við höfum ekki verið saman neitt sérlega lengi, en við höfum þekkst í nokkur ár. Kannski ekki beint rómantískasti staðurinn, en við hittumst fyrst í kirkjugarði ;) Við kynntumst upprunalega á internetinu fyrir rúmum 4 árum. Við vorum alltaf að missa sambandið og ná því upp aftur.

Ég hélt alltaf fyrst að hann vildi ekkert með mig hafa en vildi bara kynlífið. En við vorum bæði á erfiðum stað í lífi okkar á þessum tíma, og ég engan veginn tilbúin í samband.
Til að sleppa öllum smáatriðum (þessir tímar eru ekkert sem fólk með þetta áhugamál vill vita af… það get ég sagt ykkur), þá náðum við aftur sambandi núna snemma í sumar, þegar hnossið mitt ákvað bara að hringja í mig uppúr þurru :)
Ég hafði alltaf verið rosalega hrifin af honum, of jafnvel elskað hann svona í laumi en aldrei viðurkennt það fyrir sjálfri mér. Ég taldi sjálfri mér alltaf trú um að ég fyriliti hann og þar fram eftir götum.
Stuttu eftir þetta þá dreymdi mig alveg fáránlegasta drauminn um að hann væri að stinga saman nefjum við systur mína, sem m.a. er í sambandi og á 2 ára gamla stelpu :) En ég man eftir bræðinni og afbrýðisseminni sem einkenndi mig í þessum draumi, og ég ákvað að senda honum sms. Bara svona til að heyra í honum. Og það endaði í alveg rosalegri væmni, svona ástarjátningar, og ég fékk alveg sætustu smsin frá honum :)
En svona til að gera langa sögu stutta, þá vitaskuld náðum við saman aftur, með sprengingu ;) Við erum mjög hamingjusöm og ég elska hann alveg útaf lífinu, og sé þetta ekki á neinn annan veg en að við verðum gömul saman.

Kannski er vert að minnast á það að við eigum von á erfingja næsta sumar, og er mikil hamingja spunnið í kringum það ;) (Hann er ekkert lítið spenntur :D )

En ég veit ekki hvort að stjórnendur samþykki það, en ég er alveg til í að heyra sögur af því hvernig fólk kynntist og náði saman, því að ég hélt að þetta væri áhugamál um rómantík og ást, en ekki skot og óvissu eftir einnar nætur gaman.

Ég þakka athyglina og vona að þetta hafi verið áhugaverð lesning.

Axelma :)