Málið hjá mér er að ég er með stelpu;auðvitað bestu og fallegustu stelpu í öllum heiminum í mínum augum, en það sýnir bara að ég er ógeðslega subbulega yfir mig ástfanginn af henni! Við erum búin að vera saman svoldið lengi núna og erum í fjarsambandi, og 95%af sambandinu er í gegnum síma :(
Við hittumst engan veginn nógu oft, en við erum alltaf að tala við hvort annað. Það er samt að gera mig brjálaðan því ég verð eiginlega bara að vera hjá henni, því annars sturlast ég bara. Hún er líka held ég geðveikt pirruð á að þetta skuli vera svona. Vandamálið er samt finnst mér að ég held að hún sé eiginlega búinn að gera mig að svona ósköp sjálfsögðum og venjulegum hlut og mér finnst hún smá saman vera að missa áhugann á mér.
Og það er að drepa mig. Ég get ekki talað við þetta um hana án þess að hún verði fúl og pirruð og við byrjum þá alltaf að rífast. Ég er ýkt ástfanginn af henni, og hún segist líka vera það, en ég held að það sé svona aðalega af því að ég segi það við hana, svo hún sé svona ekki dónaleg og svona, en að hún meini það ekki í alvörunni, eða þá að hún viti ekki hvað hún vilji.
Mér finnst þetta samband vera við það að enda á stundum, og það er bara af því að ég er einfaldlega orðinn alltof „venjulegur hlutur“, held ég allavega.
Ég hef reynt að sýna henni það að það er bara ekki rétt og að hún geti ekki tekið mér sem sjálfsögðum hlut, en þá tekur hún því alltaf eins og ég sé að fara að hætta með henni, og það gengur ekki.
Ég veit barasta ekki hvað ég á að gera, en ég ætla nú ekki að væla yfir því.
En ef það er einhver sem hefur lenti í svipuðum aðstæðum, þá er þeim velkomið að leggja einhver vel valin viskusamleg orð mér til aðstoðar.
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.