Ástarljóð. Ástarljóð


1.ljóð

Æskuvinur.
Ástarljóð, ómur sálar
elskuríkrar.
unaðsstundir ótalmargar
áttum slíkar.

Andlátsfregn högg að hjarta
hetjuvinar
táraregn, tilgangslaust
en trega linar.



2.ljóð

þetta er mín ástarljóðatjáning
þetta er um stelpu sæta
við þessari ást er engin ráðning
fyrir mig því ást á að kæta

hvað á ég að gera ég er ástfanginn
ástin étur mig og byrjar innst
hvar er ástarráðningin
þetta ljóð verður um mig minnst



3. ljóð


Á er fyrir ástarorð sem liðu að mínu eyra
S er fyrir svörin sem þú aldrei fékkst að heyra
T er fyrir tárin sem féllu af okkar hvörmum
A er fyrir algleymið í þínum sterku örmum
R er fyrir roðann sem á þinn vanga rann
L er fyrir logann sem í augum þínum brann
J er fyrir jörðina sem skókst við okkar beð
Ó er fyrir óskina um orð sem byrja á eð
Ð af þekktum ástæðum fær ekki að vera með



4.ljóð


ég geymi glóð eina bjarta
greypta í mínu hjarta

eldurinn eykur sig
löngunin lamar mig
sálin saknar þín
komdu kæra til mín
aðeins er pláss fyrir…

þ
i
g





5.ljóð


Þú ert mín
þú barnagrind
Heilög kind
Me.

HAha he
Þú allt meðal
Meðal
Je
Ólé
Allt þetta læt í té
T

Malt minna dekkstu bjóra.



6.ljóð


Ef ég mætti yrkja til þín
hálfgildings ástarljóð
sæi ég blikið í augum þínum
fimar hendurnar

eirðarleysið í fingrunum
augun
hvarfla burt



7.ljóð


Ég vildi að ég gæti
spilað fegurstu lög á hljóðfæri
þá myndi ég ávallt
spila til þín
fingur mínir dansa um hljóðfærið
fyrir þig

Ég vildi að ég gæti
samið ástarlög til þín
þá yrði hver einasta nóta
tileinkuð þér
innblástur minn væri óþrjótandi
er ég hugsaði til þín
hvert einasta lag
yrði fegursta lag í heimi

Ég vildi að ég gæti
samið fullkomin ljóð
þá sendi ég þér ástarljóð
eitt á dag
með öllum mínum tilfinningum
og hvert ljóð
yrði fegurra en það fyrra
og hvert orð
óður til þín

Það er ekki spurningin um
hvað þú getur
heldur
hvað þú gerir!



8.ljóð


orð eru einum of fá
til að lýsa minni ástarþrá…

ég gæti skrifað um stjörnur í augunum
neistana í taugunum
um brosið þitt æpandi fagurt…
er ég sit hér við borðið
og reyni að finna orðið
er málfar mitt alltof magurt…

ekkert vit er að finna í mér
þegar ég lýsi ást minni á þér…

enga setningu mun ég sýna
sem fangað gæti fegurð þína…



9.ljóð


Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.

En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín,
og sumur þíns vinar hin fegurstu liðinn.
Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín,
hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, -
hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn.



10.ljóð


Þú söngst daga langa
svo fögur ástarljóð,
að hugur minn til skýjanna
mörgum sinnum fór.

Ég þreyttist aldrei að hlusta
á þinn fagra söng,
tilbað allar stundir,
þar til hinsti tónninn dó.

Uppi í tréi dvaldi
alla daga jafnt.
Þú hafðir byggt þér hreiður
úr grasi og fjöðurstaf.

Allt í einu þagnaði
þinn fagri ástaróður.
Því köttur sönginn kæfði
með kjafti og hvössum klóm.

Nú sárt ég hef þín saknað
söngfuglinn minn góði.
Og tréð laufið fellir
til minningar um þig.



11.ljóð


Hvernig sem ég lít á þig og hugsa með mér – vinur
Verð ég tómur hérna inni í mér – ástarengill – linur
Þú fagra stelpa munt líklega aldrei vita
Um mitt berjandi hjartapúl og sálarsvita
Við það eitt að líta á hvernig þú situr
Á kinnum mér kemur – rauður roðalitur…

Ég skreið upp úr dýpstu Niflsheims kjallarakitrum
Reif mig upp á hárinu – með hjálp frá sálum vitrum
Ég sór þess eið að fara aldrei þennan slóða
Sem kærleiksþræll í heimi ástfanginna og óða
En þar stóðstu og eyðilagðir allt fyrir mér
Með því að vera fögur – og vera hér…


Ástin tekur allt – dregur hjörtun niður í dá
Hjarta mitt falt – þegar þú gengur mér hjá
Ég vildi vera kaldur – lifa að eilífu einn
Þú ert örlagavaldur – og ég get ei staðið beinn…

Hné mín kikna – grunnsæu augu mín stara
Aðrar stúlkur blikna – gefast upp og allar fara
Því þegar þú talar og orðin renna út sem silkiflaumur
Ég vona… ég vona… að þetta sé ekki bara draumur…



En spurningin brennur á mínum vörum… sjóðandi heit
Sálin mín bíður í ofvæni – enginn sér – enginn veit
Hvaða tilfinningar berast um í brjósti þínu?
Veist þú að þú átt – helming í hjarta mínu?
Mun ég vakna upp og sjá þig hjá mér?
Muntu lesa þetta ljóð og fara frá mér?

Bara vinir – ekki misskilja – það er víst eina leiðin nú
Þó að í hjarta mínu gisti sál – og þú er fagra sálin sú…



Ástarsorg ef þú faðmar mig og ferð svo grunlaus frá
Hjartasorg ef þú kyssir mig og dvelur svo mér hjá
Söknuður ef ég heyri ei í þér
Sorg ef ég hef þig ei hjá mér
Hjarta mitt er opið sem dyr
Fallinn fyrir ástinni – sem fyr…



Ég hef fundið mína einu réttu nú
Hvern hefði grunað…
Að það værir þú…?



12.ljóð


Syndum prýdd
eru augu þín,
brosið hlaðið djöflum.

Aðeins í nótt mun ég dansa
við lostfagran líkama þinn;
á morgun er glötuð mín sál.



13.ljóð


Í augunum þínum
sé ég nýjan sannleik
nýja von
sem vermir mig
að hjartarrót

Í augunum þínum
glitrar ástarglóð
glitrar táraflóð
sem saknar mín
til eilífðarnóns

Í augunum þínum
Er neistaflug
birtir eigin hug
sem dregur mig
ávallt nær

Augna þinna
sakna ég






14.ljoð

Ástin….

Alltaf þegar ég hugsa til þín
heyri ég hjarta mitt slá
Þegar þú kemur til mín
þjappast allt í eina þrá.


Tónar tímans,þessarar ástar
tjá mínar hugsanir.
Hjarir hurðar
hallast,þá byrja samfarir.


Núna er komið það nýja
níu mánuðir.
Ekki er hægt að lýsa
þú ert orðinn faðir



15.ljóð


ást mín til þín hefur engin takmörk.
engan endi. en hún hefur upphaf.
hún byrjaði daginn sem ég sá þig fyrst.
það er ekkert sem hægt er að segja,
það er ekkert sem hægt er að gera
til að ég hætti að elska þig.
ég hélt ég hefði allt sem ég gæti óskað mér. en það sem vantar er þig.
þú ert hlekkurinn sem getur fullkomnað
keðjuna.