Sko ég er með eitt vandamál og það hljómar svona:
Það er alveg geðveikt sætur strákur sem er með mér í bekk og ég er alveg geðveikt skotin í honum. Hvað með það? Ættu sumir að spyrja en málið er bara að ég get ekki hætt að hugsa um hann.
Við byrjuðum saman í bekk í haust og ég hafði ekki mikið tekið eftir honum, ég var alveg búin að taka pínu eftir honum því hann er dálítill vinur vinkonu minnar en ekki búin að fatta hvað hann er sætur og skemmtilegur. Hann er ótrúlega sætur en ég var ekki búin að taka eftir því fyrr en í haust. Svo hefur það bara magnast eftir að ég hef kynnst honum betur. Samt er ég ekkert búin að kynnast honum mjög vel.
Mig langar til að kynnast honum betur og að minnsta kosti reyna að verða vinkona hans en ég veit bara ekki hvernig ég á að gera það án þess að líta út eins og ég sé eitthvað uppáþrengjandi.
Hann er sko frekar vinsæll en SAMT er hann ekkert svona “ég er bestur og flottastur” týpan. Hann er meiri svona þessi rómantíska, feimna týpa. Hann er heldur ekkert að reyna að vera eitthvað yfir aðra hafna, hann er bara sá sem hann er og er bara með vinum sínum og er ekkert að reyna.
Þannig að ég var að spá í hvort einhver gæti gefið mér ráð um það hvernig ég gæti kynnst honum betur og ef til vill orðið meiri vinkona hans. Ég get ekki gleymt honum en ég vil ekki vera eitthvað uppáþrengjandi eða eitthvað
Kveðja Leðja
P.s Ég er í 8. bekk þannig að ekki spyrja.
Computer says no