Úff, þetta hljómar ekki sem mikið vandamál, en mér líður nokkuð skringilega útaf þessu.
Málin standa þannig að ég var búin að vera á föstu í ár, þó ekki með sama gaurnum, en þeir komu svona trekk í trekk. Ég hætti með seinasta strák fyrir ca. 2 mánuðum og hét því að gefa mér bara smá breik - vera á lausu, njóta lífsins, maður er nú bara ungur einu sinni o.s.fr. Svo hitti ég þennan strák, sem virkar bara hinn mesti ljúflingur, en býr reyndar fyrir utan bæinn. Hann bauð mér á deit, en ég hafði frétt að hann væri frekar lauslátur í sér - lítið fyrir sambönd - og ég var bara geðveikt ánægð að heyra það, hélt ég fengi bara létt deit útúr þessu, halda smá skemmtun við.
Svo fer mig að gruna að það liggi eitthvað meira undir hjá honum, hann kom næstum því í bæinn daglega til þess eins að hitta mig, kom heim og heilsaði mömmu og allesammen. Hann kemur ennþá oft í bæinn, vill alltaf halda utan um mig og kyssa mig og er voða yndislegur, en málið er að ég fæ alltaf blossandi samviskubit þegar hann lætur svona! Ég fíla strákinn alveg rosalega, einn skemmtilegasti náungi sem ég hef kynnst, svona first impression allavega, duglegur og fínn bara, og ég er svo hrædd um að ég sé að skemma eitthvað sem gæti orðið alveg frábært, bara því ég er hrædd við sambönd?
Ég veit ekki hvort ég eigi bara að segja við hann að ég sé ekki tilbúin í neitt, eða hvort ég eigi bara að gá hvernig málin þróast og hvort ég verði tilbúin í eitthvað..
Æi, for hellvede, þetta virkar sem lítið vandamál á prenti í heilanum á mér er þetta útblásið :)

Eyrún