Hæ þið heima, jæja þið ráðagóðu megið gjarnan svara þessu ömurlega vandamáli mínu. Ég er ekki að leita að commentum um hvað ég sé ömurlegur og eigi hvoruga skilið því samviskubitið mitt er nú þegar uppi í háls… Geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað ég er ömurlegur í þessu sambandi. En snúum okkur að vandamálinu.
Þannig er í pottinn búið að ég bý erlendis. Ég á kærustu á Íslandi sem ég hef verið með í rúmlega 2 ár, þó mínus 4 mánuðir sem við hættum saman í. Það var sameiginleg ákvörðun okkar að hún myndi ekki flytja með mér út, enda var sambandið ekki upp á sitt besta áður en ég flutti út. Hins vegar vill svo til að fjarlægðin gerir fjöllin blá og eftir 2 mánuði hér úti ákváðum við að taka upp þráðinn að nýju og ákveða að hún myndi flytja til mín um leið og tækifæri gæfist til þess. Ekkert nema frábært um það að segja.
Allan þann tíma sem ég hef verið hér, hef ég ekki litið á aðra stelpu. Fyrst af áhugaleysi, svo vegna þess að ég saknaði minnar fyrrverandi og loks því við vorum saman að nýju. Hins vegar hef ég mjög nýlega kynnst stelpu fyrir algjöra tilviljun. Til að gera langa sögu stutta tölum við saman í marga tíma á dag og það er svo greinilegt að við erum ástfangin upp fyrir haus á hvort öðru og “the chemistry” er á fullu og neistarnir út um allt. Við virðumst passa fullkomlega saman. Hún er algjör draumur.
Til að flækja málin enn frekar, hefur sambandið mitt við þá íslensku aldrei gengið betur, við vorum/erum yfir okkur ástfangin af hvort öðru. Hins vegar áttum við í vandamálum meðan ég bjó á Íslandi en núna gengur það frábærlega. En af hverju? Bara vegna þess að ég bý í öðru landi? Ég á þessari stelpu svo margt að þakka, hún og hennar fjölskylda hafa bjargað mér og hjálpað mér á svo marga vegu. Hún og fjölskyldan eiga miklu betra skilið en þetta.
Einhver hugsar um pro/con lista… blákalt og stutt er það þannig að þessi nýja hefur persónuleika sem hentar mér fullkomlega, mér finnst við eiga fullkomlega saman (en er það kannski vegna þess að það er bara spennan við nýtt samband og sú staðreynd að við tölum ekki sama tungumálið?) og hún er sætari en kærastan mín. (Samt fannst mér kærastan mín sú sætasta í heiminum fyrir þessa). Kærastan mín hefur það framyfir að við höfum alla okkar fortíð saman og ég á henni svo mikið að þakka og hún er æðisleg í alla staði. Þær eru það reyndar báðar og eru báðar gott efni í framtíðareiginkonu. Hitt er svo annað mál að ég hef þekkt þessa nýju í skamman tíma, but yet, finnst mér það vera eilífð. Sú sem ég “vel” so to speak, skal vera for live, svo rétt ákvörðun skal verða tekin. Hvorug þeirra myndi nokkurn tíma særa mig.
To sum up: á kærustu á Íslandi sem ætlar að flytja til mín, er ástfanginn af stelpu hér og hvorug þeirra veit af hinni og ég get ekki valið. Ég vil enga særa, en hef komið mér í þá stöðu að ég geri það samt. Er líka í þeirri stöðu að það er svo stutt þar til kærastan kemur að ég get lítið meira gert með hinni stelpunni og veit því lítið hvernig það myndi ganga, þó hjartað mitt segji mér að það muni ganga fullkomlega. En fyrir hana var ég alveg viss að sambandið mitt við mína kærustu myndi ganga fullkomlega.
Hvað á ég að gera? Hefði þetta gerst rétt eftir að ég flutti út hefði þetta ekki verið vandamál - klárlega þessi nýja. En sambandið við kærustuna hefur aldrei verið betra en í dag.. þeas fyrir þessa vitleysu mína. Ég er mjög lélegur í að segja upp, sérstaklega þegar kærastan mín er jafn traust og æðisleg og gerir allt fyrir mig og er yfir sig ástfangin af mér. Til að bæta gráu á þegar kolsvart, að þá er hún frekar veikur persónuleiki, tekur svona löguðu ekki vel.
Hvað ef ég vel þessa nýju og það gengur ekki upp? Þá hef ég enga. En ef ég vel mína kærustu áfram, hugsa ég þá ekki bara “hvað ef… ” með hina stelpuna?
En jæja, teningunum hefur verið kastað og endilega komið nú með einhver góð ráð, ef einhver eru. Kannski erfitt að gefa ráð út frá þessu, en endilega reynið.. svona þið sem enn eruð að lesa þessa ritgerð.
(ég tek það loks fram að ég hef ekki sofið hjá stelpunni). Mér finnst sem ég sé að halda framhjá þeim báðum… sem ég líklega er!
Kveðjur frá útlandinu