Kæru hugarar

Málið er það að ég er búin að vera á lausu síðan í maí í fyrra og ég er alveg búin að eiga skemmtilegan tíma, en núna langar mig að eignast kærasta!
En málið er þannig að það er rosalega sjaldan reuynt við mig eða hvað þá beðið mig um að koma á deit, ekki það að ég er eitthvað ómyndarlega alls ekki þótt ég verð að segja sjálf frá. Ég fer í ræktinna 6-sinnum í viku (rosalega dugleg) og bara hugsa vel um mig, það er einmitt svo fyndið fyrir 6 mánuðum þá var í 8 kílóun þyngri en ég er núna og það var alltaf verið að bjóða mér út eða reyna við mig en núna ekkert!
Mér finnst þetta voðalega skrítið þegar maður er búin að koma sér í gott form þá er bara ekkert reynt er maður þá ekki eins auðveld brá eða hvað er það?
Ég er ekki þannig að ég er blidfull niðri í bæ að leita mér að gæja til að fara með heim ég er bara ekki þannig. Ég fer nú oft á djammið þá er ég alltaf edrú mér finnst ekki flott að sjá sætar stelpur alveg blindfullar og bara einfaldlega sjúskaðar.
Ég fór einmitt á djammið um daginn búin að gera mig til og voðalega fín og ég var edrú….
En strákarnir þeir reyndu frekar við stelpurnar sem voru alveg á eyrunum og ekkert smá sjúskaðar. Er það vegna þess að þær eru auðveld brá eða eitthvað annað? ég samt veit að maður á ekki að leita sér af kærasta á djamminu.
En ég er alveg til í að fá ykkar álit á þessu. Bæði frá stelpum og strákum.
Takk fyri