Nýlega heyrði ég um könnun sem gerð var af læknum og þar kom fram að stelpur á aldrinum 15-16 ára sem væru í sambandi væru í mikið meiri hættu á að verða þunglyndar, fá lystarstol og vera bara yfirhöfuð mjög óánægðar með sjálfar sig.
Allavega þá hættum við kærastan mín sama eftir 18 mánaða samband og ég veit bara ekki hvað ég á að gera! Mér líður svo illa, fólk segjir að tíminn lækni öll sár en þetta verður bara verra með hverjum deginum sem líður!! Ég er að fara yfir um!
Getur einhver hérna komið með góð ráð um það hvernig ég kemst yfir þetta? Samt finnst mér að það sé gott að þetta endaði, þetta var farið að vera soldið erfitt enda við bara unglingar! hvað er það þá sem er að pirra mig?
Hjálp, ég er hættur að skilja sjálfan mig :/
“We are brothers from different mothers”