Ég vil byrja á því að gera það bara ljóst að ég er hræðilegur í stafsetningum svo að afsakið þau óþægindi sem gætu fylgt þeim örðuleikum(dæmið það bara ef þið viljið ég er orðin vanur því)
Ég er ekki mikið fyrir augað en ég fór að taka eftir því að sumar stelpurnar sem ég þekki eð aer hrifin að eru dáltið hrifnar að rómantískum strákum svo að ég fór að pæla Hvað er rómantík???
Það sem mér finnst vera rómantík er ekki endilega bara huggulegt kvöld yfir You've got mail eða Æsandi kelerí í bjarma sólsetursins.
Það er líka hvernig þú talar hér eru nokkur dæmi sem ég hef stundum notað og stelpurnar eru bara nokkuð hrifnar af t.d. ekki endilega segja stelpur eða konur segðu heldur meyjar,ekki segja alltaf sæt segðu oftast falleg og kallaðu stelpurnar sem þú ert skotinn í draumadísina(stelpur þið getið bara notað draumaprinsinn eða eitthvað).
Ég hef aldrei prufað það það er stórgalli að vera feiminn eins og ég en ef þú ert einn með draumadísinni(eða draumaprinsinum)kysstu þá viðkomandi þegar hún/hann eiga síst á því von og labbið svo bara í burtu og athugaðu hvort að hún sýnir þér ekki meiri áhuga næstu daga.
Og það síðasta sem mér finnst vera svona rómantík það kalla ég mystery guy ef þú ert skotinn í stelpu hafðu samband við einhvern vin hennar sem þú getur treyst og fáðu símanúmerið og e-mailið hjá henni og sendu henni svo rómantísk SMS og hugljúf tölvubréf en vertu alltaf viss að hún viti EKKI hver þú ert og svo ef þú kemst að því að hún sé allt einu farin að tala við vini sína um þennann dularfulla draumaprins þá skalltu gefa þig fram
En auðvitað dugar það ekki alltaf að vera bara rómantískur en ég myndi reyna þetta því að ef þú hefur reynt allt annað þá…
Hverju hefurðu að tapa?