Eitt sem ég var að velta fyrir mér …
Af hverju erum við að halda upp á þennan Valentínusardag ?
Hví ættum við að vera apa þetta eftir kananum ?
Vitum við fyrir hvað hann stendur þessi dagur og afhverju hann er kominn, þ.e. hver kom þessu á ? Mér finnst það nú þannig að við erum að apa nóg eftir kananum þó svo að þessu sé ekki bætt við. Ef okkur vantar afsökun fyrir því að gefa elskunum okkur eitthvað fallegt eða gera eitthvað fallegt fyrir þær þá erum við bara léleg. Við eigum ekki að þurfa þess …!!!
Ég bara vona að þetta fari ekki að verða þannig að við förum að verða eins og kaninn og notum “I Love You” setninguna í annari hverri setningu. Mér finnst þetta gersamlega missa marks hjá þeim, ég held að þeir ættu að finna sér nýtt orð því hitt er gersamlega úr sér gengið og orðið annað en það átti e.t.v að þýða í byrjun.
Hvað finnst ykkur ???