Mig langar bara að segja ykkur sögu
Þegar ég var 13ára kyndist ég æsku ástinni minni. Hann bjó rétt fyrir neðan húsið mitt og ég gat séð heim til hans út um herpergis gluggan minn. Við vorum saman í skólanum en ég man engann veginn hvernig við kynntumst en það var eins og við hefðum alltaf þekkst og myndum alltaf þekkjast. Þetta var góður strákur og margar af mínum kærustu mynningum eru tengdar honum, ekkert sem hægt er að lýsa bara minning sem enn þann dag í dag bera með sér góða tillfinnigu. Ég man meira að segja enn þá hvernig margt af fötunum hanns leit út og nafnið á rakspiranum hans og hvernig lyktin var af honum, ég man hvernig herpergið hanns leit út í smáatriðum og hvað allir í fjölskylduni hans heita og uppáhalds matin hans. Nokkur ár eftir að leið okkar lá í sundur hugsaði ég til hans nánast daglega ekki af söknuði bara hlýhug. Ég heyri oft af honum og veit hvað hann er að gera, við hittumst ekki oft en það kemur fyrir. Ég hitti hann ekki fyrir svo löngu síðan, hann var ekki eins og í minninguni, að sjálfsögðu eldri og breyttari og mér fannst hann ekkert líkum þessum sæta strák sem amma mín er enn að spyrja mig um. Hann sagði mér að hann væri að fara að gifta sig og um nóttina dreymdi mig hann og hef gert af og til síðan. Dreymdi okkur, eins og við vorum þegar allt var svo saklaust og spennandi. Núna 10árum seinna á hann en þá stað í hjartanu mínu og mun alltaf eiga. Mig langaði með þessu að senda út í loftið ósk til hanns um eilífa hamningju og mínar bestu kveðjur á brúðkaupsdaginn, í dag 13sept.