En málið er það að í sumar á útihátíð hitti ég strák og við vorum eitthvað að dúlla okkur saman og ég gisti í tjaldinu hjá honum og svona.. En við gerðum samt ekki neitt, allt voða saklaust.
Svo daginn eftir þegar hann var farinn sendi hann mér sms og ég var svolítið spennt við það, en samt hafði ég voða lítinn áhuga á honum. Síðan liðu dagarnir og ég hafði ekkert meira samband við gaurinn.
Síðan um daginn þá fór ég að pæla í að gefa honum kannski séns og prófa að senda honum sms, hann var nú svolítið sætur…;)
Ég sendi honum svo sms á mánudaginn og hann sendi mér alltaf til baka voða sæt sms, og spurði hvort ég kíkti oft í bæinn (ég er sko í skóla úti á landi) og ég sagðist örugglega fara í bæinn næstu helgi (sem sagt þessa helgi) og þá segir hann: Cool, kannski get ég hitt þig eikkað ;).. Og mér leist bara mjög vel á það.
Við héldum áfram að sms-ast eiginlega alla þessa viku og ég var orðin svolítið spennt fyrir að hitta gæjann :) Ég sagði honum að segja bara til um helgina hvenær hann vildi hitta mig.
Svo rann föstudagurinn upp og ég hafði ekkert heyrt í honum þegar klukkan var orðin hálfníu um kvöldið þannig að ég sendi honum sms um að ég væri komin í bæinn og hvað hann ætlaði að gera í kvöld, en ég fékk ekkert svar :/ Svo sendi ég honum sms um kvöldmatarleytið áðan og er heldur ekki búin að fá neitt svar, og núna er ég alein á laugardagskvöldi og hef ekkert að gera :(
En hvað haldið þið að sé að gerast? Missti hann allt í einu áhugann, missti hann kannski kjarkinn til að hitta mig, var ég of áköf, á hann ekki inneign eða?? Hvað er málið??
Allar ágiskanir eru vel þegnar, því að ég er orðin svolítið spennt fyrir þessum gaur og hann virtist vera að spá eitthvað í mér en svo koma allt í einuþessi vonbrigði yfir mig og ég veit ekkert hvað ég á að halda :/ Viljiði plís hjálpa mér og gefa mér einhver góð ráð :)
Takk fyrir
friend
Ég finn til, þess vegna er ég