Sæl öll,
Ég á vinkonu sem býr með strák og eiga þau sína eigin íbúð og eru bara “happydjollý” með það. Ég og kærasti minn og þetta vinapar okkar hittumst oft um helgar og förum út að skemmta okkur saman eða bara út að borða og jafnvel spilum við eitthvað spil saman. Um daginn vorum við í einni heimsókninni hjá þeim þegar við ákváðum öll að horfa á vídjóspólu svo að strákarnir fóru út og náðu í spólu og á meðan spjölluðum við dömurnar saman. Talið barst að rómantík og kvartaði vinkona mín sáran yfir því hve órómantískur kærasti hennar væri. Nefndi hún atvik þar sem hún hefði kveikt á kertum, eldað góðan mat og gert allt bara virkilega “kósí” sem var víst ekki eitthvað sem hann fílaði því hann hefur víst einhverja andúð á kertum. Ég vildi hinsvegar meina að kærasti hennar væri víst rómantískur amk. það sem ég hefði séð af honum. Ég skilgreindi rómantíkina sem þannig að hann hringir í hana tvisvar á dag í vinnuna bara til að spurja hana hvernig dagurinn gangi hjá henni og hvort hún hafi það ekki bara gott, ef hún klæðir sig í einhverja flík sem hann fílar eða setur á sig ilmvatn sem honum líkar hrósar hann henni fyrir það og segir hana fallega og etc (þó það sé fólk í kringum hann, ekki eitthvað sem margir strákar myndu gera nema í dimmu lokuðu herbergi).
Það sem ég er að reyna að bulla út úr mér hérna er sú spurning til ykkar hvort kertaljós og kvöldverður sé það eina sem skilgreinist sem rómantík?
Ég hef alltaf talið að bara það jafnvel að liggja saman uppí rúmi/sófa og halda utan um hvort annað og segja fallega hluti um hvort annað sé nóg til að kallast rómantík? Koma elskunni á óvart með eina rauða rós eða jafnvel bara gulan túlípana þegar þú kemur heim úr vinnunni, ég taldi það duga sem rómantík?
Er rómantík ekki oft allt í kringum okkur en ekki bara eitt kvöld fullt af kertum, mat og kellingamynd í vídjóið (eða e-ð slíkt)?
Hvað segið þið?