Ég hélt að ég myndi aldrei skrifa hérna en allavega ég er kominn með eitt nýtt í reynslubankann.
Jæja, ég var á Þjóðhátíð í Eyjum og stelpa sem ég var/er mjög hrifinn af fór líka þangað.
Jájá og ég hitti hana og vinkonur hennar og við förum á Húkkaraballið (sem er ball rétt fyrir Hátíðinna)
Síðan erum við þarna og bara skemmta okkur og svoleis og einhverjir gaurar að reyna slefa uppí hana en hún neitar öllum og svoleis, sem mér fannst bara helvíti gott. :)
Síðan þegar hún var orðinn vel full og vinkonur hennar farnar “heim” til sín, þá ætla ég bara að fylgja henni í húsið sem hún gisti í.
Ég geri það síðan þegar hún er að fara þá kyssumst við og eitthvað og síðan ætlar hún inn nema fattar að hún hafi týnt lyklinum, já ok þá var ég bara góður og bauð henni að gista bara þar semég svaf.
Síðan komum við þangað og förum inní herbergið mitt og ég leyfi henni að sofa á minni dýnu og ég bara gista á gólfinu en hún skipaði mér að leggjast á dýnuna og ég gerði það.
Síðan kom hún og laggst hjá mér og við fórum einhvað að kela og eitthvað svoleis dótarý og síðan eftir sirka 2,5 klukkutíma af því þá förum við að sofa, ég bauð henni aftur dýnuna og síðan fórum við að sofa.
Síðan vaknaði hún snemma því hún þurfti að fara í ríkið að kaupa sér vín. Já já allt í lagi með það og hún fór heim til sín og fann lyklana og svoleis.
Þá hélt ég að við værum bara byrjuð saman og ég var í góðum fíling og lagði mig fyrir Þjóðhátíðinna og um svona kl:20:00 leytið fór ég í dalinn og hitti þær og hinar vissu ekkert af þessu sem gerðist um nóttina.
Síðan fórum við að skemmta okkur og fórum að horfa á Sálinna og svoleis og síðan týndum við stelpunni og hinar týndust nema ein, sem er mjög skemmtileg og svoleis.
Við fórum að leita af þeim og svoleis og allir símar dauðir og fórum síðan bara að skemmta okkur 2.ein.
Síðan fórum við hjá hljómsveitinni þá sá ég stelpunna sem ég var hrifinn af vera slumma annan gaur. Ég var geggjað sár og fór heim alveg klikkaður og sár.
Síðan fattaði ég að ég ætlaði ekkert að láta hana skemma fyrir mér Þjóðhátíðinna og mætti aftur í dalinn rétt eftir brennuna.
Þá sá ég vinkonu mína sem ég var með áðan og hún var búinn að týna öllum aftur og við vorum bara að skemmta okkur til u.þ.b. 4-5 leitið og þá var mun minna af fólki og ég segi við hana að við skulum leita af þeim og hittast í einhverju tjaldi þarna, og við gerðum það og þá sat hún upp í brekku með sama gaur og þau bara þarna í gúddí fíling.
Þegar ég kom heim fór ég bara að sofa og síðan fór ég aftur inní dal um kl.20:00 eitthvað þannig.
Hitti þær og svoleis og síðan sagði ég ekki neitt við stelpunna sem ég var hrifinn af og talaði bara við hinar þrjár.
Síðan voru þær að djúsa og svona (ég drekk ekki) og við sátum bara í brekkunni í stuði og vorum bara að tala saman og svoleis.
Síðan leið kvöldið og stelpann sem ég var hrifinn af stakk af, hún fór að leita af gaurnum sem hún var með deginum áður en fann hann ekki, síðan fórum við hjá tónleikadótinu og sáum hana vera slumma upp í annan gaur!
Mér var reyndar skítsama þá og hélt áfram að skemmta mér.
Síðan 3.kvöldið var ég með þeim öllum og svoleis og sagði einhvað við hana þá bara kom hún með móral við mig og bara öskraði eða eitthvað þegar ég var að segja henni einhvað, eins og ég hefði gert eitthvað rangt, hún sem var alltaf svo skemmtileg.
Jæja ég sætti mig við það og talaði ekkert meira við hana þetta kvöld og það var geggjað stuð í brekkusöngnum og svoleis og ég söng hástöfum. (:
Jæja síðan fór ég heim snemma var soldið þreyttur eftir þetta allt og svoleis og fór síðan og fór að tala við bestu vinkonu mínu um þetta ég er búinn að þekkja hana síðan í 1.bekk og svoleis.
Hún var alveg geggjað góð og svoleis og tók þessu “vel”.
Síðan fór ég bara heim og svoleis og fór síðan til útlanda næsta Föstudag og ekkert búinn að tala við hana.
Ég reyndi að hringja í hana úti en það var aldrei hægt að náí hana hún var passa hjá frænku sinni lengst útí sveit sem náðist ekki símasamband.
Síðan kom ég heim ánægður eftir þessa ferð og svoleis og síðan var skólinn að byrja og soleis og fer í hann og síðan þá (skólinn nýbyrjaður) þá er hún búinn að vera geðveikt skemmtileg og eins og ekkert hefur gerst og ég tala við hana á msn og hún nefnir ekki orð um Hátíðinna.
Er hún Sorry eða bara búinn að missa áhugann því hún var búinn að viðurkenna áður að hún væri hrifinn af mér.
Hvað ætti ég að gera?