En þetta er samt ekki ástæðan fyrir því að ég ætlaði að skrifa þessa grein. En þegar ég sá greinarnar sem voru fyrir þá varð ég bara pirruð. Hvernig væri að segja frá því góða sem er að gerast í lífinu.
Allavega það sem ég ætlaði að skrifa um er samband mitt og kærastans míns. Við erum búin að vera saman í rúmlega 10 mán(sem mér finnst rosalega langt), og það hefur gengið svona upp og ofan. Oft hef ég verið við það að gefast upp á honum, því hann er svo rosalega lokaður, en hef alltaf gefið honum séns því ég elska hann svo heitt. Og núna er það að koma í ljós að það hefur virkilega borgað sig að halda í hann því sambandið blómstrar. Hann er farinn að opna sig meira og við getum orðið talað um allt og það er alveg dásamlegt að umgangast hann, mér líður vel bara við það eitt að hafa hann nálægt mér, og svo virðist að það sé eins með hann. Ég hef tekið eftir miklum breytingum á bæði honum og sambandinu okkar undanfarnar vikur og hlakka til komandi tíma.
Núna fer að styttast í árs afmælið okkar og okkur langar að gera eitthvað sérstakt að því tilefni. Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvað við gætum gert?
Delos Crapos