Af hverju get ég ekki hætt að hugsa um hana ?
Hafið þið lent í að verða hrifin af persónu sem þið vitið að er ekki rétt fyrir ykkur, viljið hætta að hugsa um en getið ekki ?
'Eg er í þessu ástandi núna og líður ekki vel. Í vetur varð ég skotinn í stelpu í vinnuni, fyrst bara kynfeðilegur áhugi svo magnaðist þetta og maður farinn að láta sig dreyma of mikið. Skynsemin var látin lönd og leið en samt lét ég hana ekki vita neitt beint, en stundum fannst mér hún vera að gefa mér merki.
En svo akkúrat þegar ég reyni að sýna henni meiri áhuga er hún alltí einu kominn með kærasta og ég kominn í létt þugnlyndi þó ég hafi búist við þessu og væri bara tímaspursmál. Síðan þá hef ég reynt að vera eðlilegur við hana, en reynt að ná henni úr huganum en það er eins og hún sé föst þar. Ég tók ákvörðun um að reyna að forðast hana til að gleyma en hún er alltaf að “poppa upp” einhvernveginn.
Ég er að skoða og reyna að hössla aðrar stelpur en það er eins og það sé innantómt, þetta er virkilega óþægilegt en líklega ekkert hægt að gera nema að láta tímann líða, ég hef reyndar lent í svipuðu áður. Auðvitað sýnir þetta að maður má aldrei draga þessi mál of á langinn án þess af koma þeim á hreint og kannksi aldrei verða hrifinn að vinnufélögum en er hægt að ráða við það ?