Málið er þannig að ég er farin að hitta strák sem hefur undanfarið verið að sýna mér mikinn áhuga. Hann hefur t.d. sent mér blóm, hringt mikið í mig boðið mér út að borða, í bíó og þess háttar. Við erum reyndar aðeins búin að hittast í nokkur skipti og þekkjumst því ekki neitt mikið. Hann virkar á mig sem voða ljúfur strákur og er voða góður við mig. Svo núna eftir að ég er farin að vera meira með honum og er að kynnast honum betur kemur ýmislegt í ljós. Hann á mjög svo skuggalega fortíð og hefur gengið í gegnum margt um ævina. Svo er ég farin að heyra fullt af slæmum sögum um hann sem er ekki mjög skemmtilegt að heyra. Ég er búin að spurja hann út í þessar sögur og hann vill alveg tala um þetta við mig sem ég tel reyndar vera gott mál. Hann segist vilja snúa blaðinu við og lifa góðu heilbrigðu lífi og þar kem ég inn í myndina en ég er þessi saklausa stelpa sem hefur aldrei lent í neinu slæmu.
Svo er einnig annað, en ég hef verið mjög óheppin í strákamálunum og vill ekki ana út í neitt með þessum gaur. Ég hef lent í því að strákar hafa farið mjög ill með mig og vill ekki lenda í því aftur. Er ég að leika mér að eldinum með því að vera að hitta þennan með svona fortíð??
Á ég að trúa því sem hann er að segja mér eða ég að trúa öllum þessum slæmu sögum um hann? Hvað veit ég nema hann sé bara að leika sér að mér og á svo líka eftir að fara illa með mig eins og aðrir.
Mér líkar mjög vel við hann enn sem komið er en ég veit alls ekki hvað ég á að gera eða hvað ég á að halda um hann.
Hvað skal gera???????????