Með þessu svari langar mér að svara mörgum hlutum sem komu fyrir í svörunum hérna ásamt sjálfri greininni.
Núna verðurðu að komast að því hvort þú ert að setja sjálfan þig í gegnum helvíti eða ekki. Ef þú ert geðveikt hrifin af gaurnum og hann vill ekki samband og þú vilt samband ertu bara að biðja um að verða særð. Ef þú vilt samband og hann ekki slepptu þessu.
Ef þú hinsvegar ert tilbúin að sætta þig við sambandsleysi og hafa bara góða tíma með yndislegum gaur endilega stökktu á eftir því. Njóttu stundarinnar, vertu lifandi.
Og trúið mér, það er ekki hægt að alhæfa um svona hluti. Er sjálfur ekki tilbúinn í samband eftir að hafa gengið í gegnum þvílík sambandsmál og hef hugsað mér að reyna einu sinni á lífinu að vera á lausu í lengur en 2 vikur, sem er að takast bara vel. Ég er búinn að hitta stelpu sem er svipuð með þetta og ég og við ætluðum bara að dúlla okkur saman og gerðum. Bara skoðanir okkar á því hvernig þetta ætti að vera var eins og svart og hvítt. Endaði bara með veseni. Að vilja ekki samband er ekki það sama og að vilja bara hrátt kynlíf og ekkert annað. Vilja bara nota stelpuna eins og margir virðast halda.
Mörg bólfélaga sambönd enda þannig að ein persónan verður hrifin af hinni, vill byrja í sambandi og jafnvel þótt að hrifningin af hinni persónunni sé sterk þá getur hræðslan við að láta binda sig niður verið sterkari. Slæm reynsla o.s.frv. Sumir vilja ekki fara í sambönd jafnvel þótt að þeir eru hrifnir og hin manneskjan ekki tilbúin að halda þessu áfram ef það er ekki framtíð í sambandinu ( eða eins og sú persóna skilgreinir framtíð ).
Vertu bara viss um hvað þú ert að fara útí. Ekki hengja þig á snörunni sem þú hnýttir sjálf.