Tek undir orð annarra hér að framhjáhald er að gera eitthvað með annarri manneskju sem maður vill ekki að maki manns geri.
Þannig getur það verið framhjáhald hjá sumum að haldast í hendur niður laugaveginn, eða fá sér kjöltudans, en hjá öðrum er meira að segja í lagi að sofa hjá öðrum ef makinn er ekki á landinu, eða eitthvað álíka.
Einnig finnst mér sniðug þessi regla sem einhver kom með að maður eigi ekki að gera neitt sem maður myndi ekki gera fyrir framan maka sinn, það að gera eitthvað bara þegar hann sér ekki til hlýtur að sýna að það er eitthvað sem maður telur að maður muni særa hann.
Nú ef maður getur ekki virt svona reglur, þá er maður ekki með réttri mannaskju, annaðhvort vegna þess að maður er hreinlega ekki nógu ástfanginn til að geta virt hana, eða að hún er með fáránlegar reglur fyrir manns smekk.
Hvort sem er þá er betra að finna sér aðra manneskju sem hentar manni betur eða maður elskar í raun og veru.
Ég get lofað ykkur því líka að þegar maður verður ástfanginn þá vill maður ekki gera neitt sem gæti sært makann og maður hefur alls engann áhuga á daðri og keleríi við aðra stráka.
Ég tala af reynslu, því ég var með manni í 8 ár, þar sem ég þurfti sífellt að daðra við aðra og fá svona “egókikk”.
En svo þegar ég hitti manninn sem ég er með núna, þá vissi ég á nokkrum vikum að hann væri sá eini rétti og ég hef ekki haft NEINA þörf fyrir neina svona vitleysu og eftir aðeins 2-3 vikur með honum þá gerði ég silent loforð í huga mínum um að ég myndi aldrei gera neitt sem gæti sært hann. Og það er ekkert mál að halda það loforð því ég hef aldrei fundið fyrir neinni löngun til að gera neitt þessháttar, en við erum búin að vera saman í 5 ár.
Nú varðandi framhjáhöld fyllirí, þá tel ég það ekki afsökun. Alls ekki. En það er kanski ástæða (fyrir að hann/hún lét freistast) en ekki afsökun. Við eigum ekki að vera svo veik fyrir að það þurfi bara nokkur glös af víni til að við gleymum makanum, ef við elskum hann þá á sú ást að ná fram yfir tímabundna girnd og við ættum að endurhuga stöðu sambandsins ef það er eitthvað sem við erum virkilega að upplifa mikið af, hvað þá ef við látum eftir þessum löngunum.
Nú að lokum vil ég segja frá minni skoðun um pör og hvað þau gera saman.
Ég er þannig manneskja að ég vill alltaf gera allt með makanum. Mig langar ekki að vera án hans, við erum svo heppin að eiga sameiginleg áhugamál og skoðanir svo við eigum mjög auðvelt með þetta og þar að auki kynntumst við á vinnustað og höfum unnið saman alla okkar sambandstíð og það hefur verið frábært.
Ég þekki nokkur hjón sem hafa verið eins og við og það eru farsæl og hamingjurík hjónabönd, en svo þekki ég nokkur svona þar sem pörin djamma alltaf í sitthvoru lagi og eru með sitthvort áhugamálið og það eru pörin sem tala illa um hvort annað (“hún er svo mikil nöldurskjóða, leifir mér ekki að fara í tölvuna” - “hann er alltaf í golfi og nennir ekki að hugsa um krakkana” ) og sum halda meira að segja framhjá reglulega.
Sjálfsagt eru til farsæl svona sambönd ef um er að ræða einstaklinga sem höndla þetta vel, en ég skil samt ekki hvernig maður nennir þessu.
Nú ef maður er kominn með börn og heimili og hjónin eru með sitthvor áhugamálin og sitthvorn vinahópinn, (og sjálfsagt sitthvora vinnuna) hvernig geta þau þá átt nokkuð saman, nema það sem er leiðinlegt eða erfitt.
Þau hittast til að elda og þrífa og koma börnunum í háttinn en svo er rokið í sitthvora áttina til að vera með sínum vinum/áhugamálum.
Er þetta ástarsamband ? Eða fyrirtækisrekstur í kringum heimilið ?
Auðvitað þarf flest fólk að geta fengið að vera eitt með sjálfum sér eða sleppa út við og við á eigin forsendum.
Ég fer t.d. í saumaklúbba og sund, og skil kallinn eftir.
Hann heimsækir félaga sinn og horfir á NBA og fær oft stráka heim að spil eitthvað og ég er ekki endilega með.
En samt er ég oftast með í spilunum eða tölvuleikjunum, því ég hef áhuga á þessu líka.
Allavegana það sem ég er að reyna að fara er það að við erum mjög ánægð með að vera alltaf saman og viljum hafa það þannig, enda erum við ekki bara ástfangin heldur einnig bestu vinir.
En það væri auðvitað fáránlegt ef kallinn myndi banna mér að fara í saumó að hitta stelpurnar eða heimta að fara með :-S
En við höfum hvort annað með í öllu sem það er við hæfi og hitt hefur áhuga á að vera með í - þá erum við hamingjusömust.