Góðan daginn eða kvöldið gott fólk.

Þessar verslunarmannhelgar virðast alltaf vera einn stærsti vettvangur ísland til að gera mistök og klúðra hinu og þessu.
Það kom fyrir mig núna um helgina…

Til að gera langa sögu stutta….
ég á kærustu sem er í öðru landi núna og ég hef ekki séð hana síðan í júní og á ekki eftir að sjá fyrr en í september. Ég fór á eina af útihátíðum íslands með vinafólki og fór á fyllerí. Þetta virtist ætla vera týpísk verslunnarmanna helgi með slagsmálum og tilheyrandi. Svo gerðist það… Ég kyssti einhverja gellu þarna…
Ég ætla ekkert að afsaka það neitt en bara segja ykkur að það gerðist ekkert meira. Ég gubbaði næstum framan í hana af samviskubiti og stamaði að ég væri með kærustu. Stóra spurninginn er…
Hversu hreinskilin þar maður að vera sambandi við svona hluti?
Á ég að vera leggja 8 mánaða samband að veði fyrir ein mistök eða bara láta eins og þetta hafi aldrei skeð?

Verslunarmannahelgar þýða oftast einhverja svona eftirmála hjá fólki því að “let's face it”, við hrynjum í það þessa helgi og vitum ekki upp ná niður fyrr en á mánudegi.

Mér þætti vænt um álit ykkar á þessu því þetta er
erfið spurning… hrikalega erfið…

Bobbybrown
Say goodnight Bobby