Það eru til mörg fræg kossaatriði í myndum, þið vitið, loksins þegar þau kyssast færðu svona fiðrildi í magann og bara heimurin verður góður á ný. Hvaða kossaatriði í mynd finnst ykkur vera rómantískastur, flottastur, erótískastur eða bara sætastur ? Ég get ekki gert upp á milli, ég er þessi mannsekja sem bíður í ofvæni alla myndina eftir því að þau kyssist loksins….. en bara til að nefna dæmi finnst mér kossinn í Jerry Mcguier æðislegur og ekki skemmir lagið sem er undir, og svo oh, koss Al Pacino og Michelle P í Franky and Johnny, þið vitið þar sem þau kyssast í fyrsta sinn fyrir aftan einhvern vörubíl og um leið og þau kyssast opnast vörubílinn og í ljós kemur heilt haf af blómum. Glæsilegt. Og lagið sem er undir heitir einmitt Blómagarðurinn eða eitthvað álíka. Jæja nóg um það….
kv
@–}—-
Harpa