Ein langamma minna átti heima á Skaganum og ég fer nú ekki oft þangað (bý í Hafnarfirðinum), hún var orðin ansi gömul, 93 minnir mig og var orðin ansi veik, búin að fá heilablóðtappa og ég man seinast þegar ég heimsótti hana þá man ég að ég horfði á hana og hugsaði svo hlýlega til hennar og ég var svo stolt af henni með lífið hennar og ég hugsaði það ekki beint, en ég vissi að þetta yrði í seinasta skipti sem ég sæi hana og þegar við fjölskyldan kvöddum hana að lokinni þeirri heimsókn, man ég að ég kvaddi hana í huganum. Hún dó fáum mánuðum seinna.
Einn afa minna var orðin mikið veikur og gamall og hafði lent í ansi mörgu, hann virtist bara hafa 9 líf! ;) En svo fór hann inná spítalann fyrir jólin 2001 og hann var þar í einhverja daga, ég hugsaði ekkert mikið um þetta og bjóst við að hann myndi hrista þetta af sér, þótt að hann hafi verið orðin 83. En þegar ég heimsótti hann á spítalann í síðasta skiptið sem ég sá hann, hvarflaði að mér hvort þetta yrði í seinasta skipti sem ég myndi sjá hann, og það varð úr..
Núna var ég að frétta að hinn afinn væri orðinn ansi veikur og ég vil helst ekki hugsa um það..
En samt, þegar ég hugsa um dauðann þá virðist hann svo endalegur og sorglegur. Samt trúi ég því staðfastlega að það er líf eftir þetta líf og dauðinn er ekki lokapunkturinn.
Og ég verð að trúa því að afa og langömmunum mínum líði vel, þau voru jú öll orðin gömul, veik og lúin. Hin langamma mín sem ég þekkti var orðin 103 ára og henni hlakkaði til að deyja, svo þegar ég fékk fréttirnar af andláti hennar varð ég ánægð, ekki það að mér hafi ekki þótt vænt um hana, heldur veit ég að þetta var sem hún vildi, hún vildi hvíldina. Ætli afi hafi ekki viljað það líka. Ég ætla að reyna að hætta að vera eigingjörn og vilja hafa þau alltaf hér til halds og trausts heldur samgleðjast þeim fyrir að fá hvíldina.