Sælir hugarar…
Mér skilst að þetta sé vefur þar sem maður getur deilt pælingum sínum og vandamálum og fengið skoðanir annara og álit á móti, og það er akkúrat það sem ég þarf núna held ég. Þið verðið að afsaka það að greinin mín er kannski svolítið löng, og ég skil það alveg ef þið nennið ekki að lesa í gegnum hana. :)
Málið er svolítið snúið, ég er búin að vera með strák núna í rúmlega fimm mánuði, auðvitað er það ekkert langur tími en samt nægur fyrir fólk til að kynnast. Allavega tel ég mig þekkja þennan strák mjög vel, ég veit hvað hann vill, ég gæti klárað setningarnar hans fyrir hann og ég veit flest allt um hann. Ég hef alltaf borið svakalega mikla virðingu fyrir orðatiltæki (eða er það ekki annars orðatiltæki?) að segja “ég elska þig”. Ég var búin að útskýra það fyrir honum og við sögðum fyrst ég elska þig við hvort annað fyrir tveim vikum þó ég sé búin að elska hann lengur að ég held þá vildi ég bara vera alveg viss áður en ég segði það. Ég dýrka hann algjörlega í alla staði! Við eigum algjörlega heimin og leiðumst hvert sem við förum og kyssumst á rauðu ljósi..
Auðvitað rífumst við líka.. en það er bara eðlilegt vona ég ;)
Strákurinn er aðeins eldri en ég og reyndari ef útí það er farið.
En hér kemur vandamálið..: við höfum talað rosalega mikið um framtíðina, þ.e barnseignir, hvernig við ætlum að hafa brúðkaupið okkar, hvar við viljum eiga heima og so on.. og allt æðislegt með það. Hann skilur mig og virðir og ég skil hann og virði. Hann er búinn að fá nó af samböndum sem eiga enga framtíð eins og ég skil reyndar alveg og vill núna drífa lengra ef svo má að orði komast.
Málið er bara.. að.. það er eitthvað við þetta sem hræðir mig svo! Guð veit að ég Vill elska hann að eilífu.. og ég Vil eignast fjölskyldu og hús með honum í framtíðinni.. en ef ég hugsa um það líður mér mjög illa.. Mér finnst eins og mig langi að prufa eitthvað annað líka, svona eftir kannski nokkur ár..
Samband mitt á undan þessu entist í eitt og hálft ár.. og einhverntíman vissum við nú samt bæði að við ættum ekki alltaf eftir að vera saman, þannig að ég fékk engin paranoiiu köst þar. En sambandið sem ég er í dag, hef ég svo mikla trú á að ég er lost.. ég veit ekki hvort að ég eigi að hætta með honum í dag (þó ég vilji það allst ekki innst í hjartanu). Eða bíða með það og sjá hvernig þetta fer.. Ég veit samt ekki, kannski er málið bara að ég er hrædd við að binda mig.. ég veit það ekki. En ég virðist ekki ráða við mig, og í dag veit ég ekkert hvað ég vil.
Ég vil ekki særa hann! Ég vil ekki vera með honum í þrjú-fjögur ár eða eitthvað og neyðast svo til að láta undan ódrepandi fáránlegri þörf til að fá að prufa eitthvað annað og segja honum upp.
Ég veit að ég er ung, og ég á allt lífið framundan, og ég veit líka að maður á að lifa lífinu frekar en að binda sig þegar maður er á mínum aldri, en ég er ekki þessi típíska stelpa. Mig langar bara að vera í traustu góðu sambandi, því þannig nýt ég mín best.. en þar á móti kemur þessi “bindingar-fóbía” mín.. :(
Kannast einhver við eitthvað svipað? Öll ráð rosalega vel þegin!
Takk, Anna.