Ástin
Ég er núna búin að vera í sambandi í nokkra mánuði, næstum því ár. Þetta er fyrsta sambandið sem ég hef verið í, og hef því lítinn samanburð. Vandinn er sá, að ég veit ekki hvort ég elska hann. Eða er það kannski ekki til? Er ást bara eitthvað sem við sjáum í sjónvarpinu í sápuóperunum og þar er bara einn sá rétti? Hver er ykkar skoðun á þessum málum? Er það þannig í hinum alvöru heimi að fólk sem líður vel saman ákveður að eyða ævinni saman, einfaldlega vegna þess að það heldur að það finnist ekkert betra, það sé enginn sem “sé hinn eini sanni” og þess vegna sé bara best að taka það sem býðst. Hvað segið þið??