Jæja, þetta mun einungis koma svona “top of my head” ..engin undirbúningur eða hugsun á bakvið þessa grein, bara hrein pæling.
Hversu oft hef ég séð greinar eftir stelpur sem eru þá að aumka sér yfir 1) kærustum 2) fyrrverandi kærustum 3) kærustum sem koma illa fram við þær og etc. etc.
En svo þegar mar sér greinar frá gaurum sem tala á þessum nótum hljóma þær yfirleitt einhvernveginn þannig að þeim finnist stelpur vera illkvittnar og að allar stelpur vilji bara vera vinkonur þeirra. Þetta mun aldrei taka endi.
En já, auðvitað er ég ekki að alhæfa eitt né neitt. Það er rangt að dæma fólk sem er í sárum sínum. Ég vil því ekki vera eitthvað orðhvöss því auðvitað hefur maður sjálfur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Það eiga allir sínar slæmu stundir. Sumir sjá ekki sólina fyrir hinum heittelskaða og þegar allt fer í bál og brand verður fólk svo berskjaldað og aumt.
Eins sorglega og þetta hljómar er þetta satt.
Ef talað er um einhvern sem kom illa fram við einhvern verða svörin hér oft á tíðum einhvernveginn svona: “Gleymdu honum/henni” “Það er fullt af fiskum í sjónum!” og þvíumlíkt. Auðvitað er þetta allt í undirmeðvitundinni hjá fólki en það er bara stundum erfitt að sjá þetta, sérstaklega á rebound tímabilinu ef kalla má það sem svo.
Mistök eru til að læra af þeim. Sem þýðir að fólk þroskast, fær lífsreynslu og getur miðlað af sinni reynslu.
Og svo má ekki gleyma að láta aldrei ganga yfir sig og vera bara maður sjálfur.
Erfiðustu spurningarnar gefa oft af sér einföldustu svörin.
:)