Ég tel mig hafa töluvert meiri reynslu en þú í ástarmálum, næstum áratug eldri en þú. Og ég hef verið á báðum hliðum málsins. Ég hef verið ástfanginn þar sem stelpan var það ekki. Það var hræðilegt. Ég tjái mína ást og hún segir ‘ég veit það ekki, ég þarf tíma’. Ef þú hefur einhverja virðingu fyrir manneskjunni og/eða þykir vænt um hana án þess að vera ástfanginn þá verðuru að hugsa líka um hennar tilfinningar. Ef stelpan lætur strákinn hanga í lausu lofti bara út af því að hún er ekki tilbúin þá er verið að gera stráknum mikinn grikk. Ef stelpan er ekki tilbúin þá á hún frekar að segja ‘nei, ég elska þig ekki’ en að segja ‘ég veit það ekki’. Óvissa í svona málum skapar spennu sem leysist ekki. Þetta er þannig spenna að strákurinn getur ekki hugsað um neitt annað og líf hans fer til helvítis á meðan að stelpan (sem greinilega ber ekki þessar tilfinningar, því hún myndi vita það ef svo væri) hefur það betra vegna þess að hún var ekki að setja hjartað sitt í gapastokkinn. Hjartað hennar er ennþá verndað í sínu brjósti á meðan að hjartað á stráknum er berskjaldað og algjörlega í hennar höndum. Því lengur sem er beðið eftir svari því verr. Þess vegna er best að segja nei strax. Strákurinn hefur þá séns til að díla við neitunina nú þegar frekar en að hanga í einhverju limbó ástandi þar sem hann skilur ekki upp né niður. Að segja ‘kannski’ eða ‘ég veit það ekki’ er í raun ein af mest sjálfselsku hlutum sem maður getur gert. Þar er maður í raun að segja, ‘ég veit það ekki, ég ætla að skoða hvort ég finni eitthvað betur. I’ll get back to you.' Hrikalegt.
'Maður verður allavega að vera hreinskilinn er það ekki?'
Hehe, já í hinum fullkomna heimi yrðum við öll hreinskilin. En stundum verðum við að taka tillit til tilfinninga annara. T.d. ef stelpan spyr ‘finnst þér ég vera feit?’ og gaurinn hugsar, ‘já, hún mætti aðeins losa smá kíló…’ ef hann myndi segja það þá myndi hann særa tilfinningar hennar. Þarna ætti hann einmitt að vera óhreinskilinn og segja henni að hún sé bjútífúl og láta henni líða vel, því fyrst hún er að spyrja svona spurninga þá er greinilegt að henni líður ekki vel. Það er voða fallegt að segja að sambönd eiga að byggjast á hreinskilni, en það er ekki hægt að vera hreinskilinn í öllu saman (nema hjá einstökum pörum). Og án þess að reyna að vera leiðinlegur í þinn garð…þá segi ég bara að þú munt komast að þessu eftir því sem þú lendir í fleiri alvarleg sambönd. Sumt bara segiru ekki við þann sem þú ert hrifin af.
Bottom line…þú veist þegar þú ert ástfangin(n). Þetta er eins og þessi próf þar sem þeir segja eitthvað orð og þú átt að svara með því fyrsta sem þér dettur í hug. Ef hann segir ég elska þig og það fyrsta sem þú hugsar er ‘ég elska þig líka’ þá ertu í góðum málum. En ef það fyrsta sem þú hugsar er ‘ó sjitt’ eða ‘svoldið snemmt’ eða ‘ég er ekki viss’ þá ertu ekki ástfangin, plain and simple. Það þýðir samt ekki að þú getir ekki orðið ástfangin í framtíðinni. Og það er það sem þú ættir að segja hinum. Hann spyr ‘Elskaru mig?’ og þú ert ekki viss, þá er tvennt hægt að gera í stöðunni án þess að særa neinn.
1. Segja ‘nei, þetta er allt of snemmt fyrir mig, sjáum hvar þetta samband leiðir’. Þetta verður þá erfitt því það er pressa frá honum því þú veist að hann elskar þig.
2. Segja ‘nei.’ og slíta sambandinu vegna þess að það er augljóst að þið eruð ekki á sama blaði. Þetta er það besta sem þú getur gert til að særa sem fæsta í sem stysta tíma. Einnig getur tilfinningin að þú sért í raun búin að missa hann breytt eða skýrt þínar tilfinningar.
rakel87, ef þú kýst að taka öll þessi svör frá mér sem persónulega móðgun þá er ekkert sem ég get sagt eða gert sem dregur úr þeirri ákvörðun. En staðreyndin í málinu er að ég er að öllum líkindum miklu reyndari en þú á sviði ástar. Þannig að ég er einungis að skýra frá mínum skoðunum og upplifun. Spurðu hvern sem er, þeir myndu miklu frekar fá ‘clean cut’ en að láta draga sig á asnaeyrunum í nokkra mánuði og síðan vera sagt upp.
p.s. dæmið um strákinn og stelpuna má auðvitað víxla, þannig að strákurinn lætur stelpuna hanga.