Ég ætla að reyna að hafa þetta eins stutt og hnitmiðað eins og hægt er, svo einhver nenni að lesa þetta og gefa ráð.

Fyrir stuttu fór ég í ferðalag til Japan, dvaldi þar í rúmar tvær vikur, og eyddi mestum hluta mínum með vinkonu minni í Osaka. Við vorum búin að vera í e-mail sambandi í meira en ár og einhvernveginn felldum við hugi saman í gegnum það, en aldrei mjög alvarlega. Svo hitti ég hana, verð ástfanginn og segi henni frá tilfinningum mínum. Hún vildi ekki að neitt myndi gerast, en tveimur dögum fyrir brottför mína aftur til Tokyo (og svo heim) fellum við hugi saman og elskumst. Þá fara spurningarnar að koma upp hjá báðum okkar; hvenær hittumst við aftur? Getum við þróað sambandið okkar? Jæja, hún er með brasilískan ríkisborgararétt en foreldrar hennar eru japanskir og hefur hún alist að mestu upp í Brasilíu. Hún er í Osaka nú að læra í háskóla, en önninni lýkur um miðjan september og þá hefur hún lausan tíma til febrúar á næsta ári. Við höfum verið að reyna að koma henni hingað til Íslands sem au-pair, en engan árangur borið, og erfitt er að útvega henni vinnu með svo miklum fyrirvara.

Er virkilega svona erfitt að sameina tvær persónur? Ástin gagntekur okkur bæði, en hún þorir ekki að koma til landsins nema með trygga vinnu eða sem au-pair. Ég kemst ekki út strax því ég á eftir að klára skólann, og er auk þess enn að borga upp ferðina mína út. Hvað get ég eiginlega gert? Á ég bara að hætta að huxa um hana? Á ég að reyna meira? Á ég kannski bara að yfirgefa lífið mitt hérna og fara til Brasilíu? Þessi ást mín til hennar er alveg einstök fyrir mig, alveg ný tegund, og ég vil fyrir alla muni ekki missa hana.

Ráðleggingar?

Bestu kveðjur.