Mér finnst “druslustrákar” sem sofa hjá hálfum bænum mjög óaðlaðandi. Einnig er fátt fáránlegra og meira ósexý en grobbsögur tengdar kynlífi.
Svona strákur virkar á mig eins og hann hafi ekkert alvöru sjálfstraust varðandi karlmennsku sína og sé upp á viðurkenningu trilljón kvenna kominn. Í raun er hann “mömmudrengur” í leit að viðurkenningu, og “kennarasleikja” bara í stað mömmu og kennslukvennanna eru komnar trilljón stelpur sem eiga að segja honum að hann sé sexý.
Svo er giggalóinn oft smásál að reyna að ganga í augun á öðrum karlmönnum, og skortir líklega allt sjálfstæði, frumleika og hugsun en er bara þræll samfélagsins.
Og það er ekkert jafn ósexý og að hafa ekkert sjálfstraust.
Stelpur sem geta valið úr og gera kröfur hafa engan áhuga á svona strákum en ég skil samt alveg að menn geta gert mistök og allt það, en það er annað en vera glaumgosi fram yfir fermingaraldurinn eða jafnvel fram yfir þrítugt sem er fyrir mér merki um lítið sjálfstraust, litla greind og ósjálfstæði.
Ég vil mann sem er sjálfstæður, sjálfum sér nógur og sættir sig ekki við hvaða konu sem er, ekki gaur sem sefur hjá hálfum bænum í hvert sinn sem hann fer á skemmtistað eða í ferðalag, svoleiðis maður er bara lúði og líklega með fleiri kynsjúkdóma en tölurnar í greinarvísitölunni hans.
Ég ráðlegg svona manni að fara til sálfræðings eða sætta sig við að vera lúði.