ég var nú nýlega með stelpu, en það endaði…

ég varð ástfanginn af henni, og hún af mér, eða svo segir hún,
en margir og flóknir hlutir sem ég fer ekki að lýsa hér í smáatriðum urðu til þess að við hættum saman. aðallega var það nnar val. ég vildi alls ekki enda þetta. I got dumped…

í grófum dráttum á hún mjög erfitt, pabbi hennar er PAIN IN THE ARSE, og hún er komin í smá rugl, farin að nota eiturlyf (þó ekki hörðustu efnin). hún sagði mig vera of góðann fyrir þetta rugl sem hún var/er í.
hún sagðist fara of illa með mig, með því að koma svona fram við mig og vildi ekki toga mig inn í svona leiðindi.


ég er svona shy, gaur sko, sem er ekki mikið fyrir að fara út á lífið, enda er ég nú bara 17 ára ennþá (ég tek þó þátt í félagslífinu í skólanum?, ég er enginn úbernörd.) ég kýs það bara yfirleitt að vera í félagsskap með vinum, frekar en að fara út á lífið í bæinn og drekka mig haugafullann hverja helgi.

hún er hins vegar nokkurnveginn andstæðan við mig. hún er mikið fyrir að fara á lífið, og þá með vinskap í öðrum hluta borgarinnar en ég bý í, þar á hún annann vinahóp sem ég þekki ekkert, þar komst hún í sína fyrstu snertingu við helvítis kannabisið. hún á sér líka fortíð í strákamálim, sem ég þekki(því miður), en ég er eins hreinn og þeir gerast :/ er alls enginn reynslubolti.

en ég varðástfanginn af henni, enginn átti hug minn nema hún. ég hugsaði um hana daginn inn og daginn út. ég var í skýjunum. ég er ekki þessi gaur sem laðar að stelpurnar og er hrókur alls fagnaðar alls staðar. ég bjóst aldrei við því að ná í jafn frábæra stelpu og hana. en einhvernveginn var hún hrifinn af mér, og síðar ástfangin.

en hún kaus að hætta þessu “mín vegna”. hún segir mig alltof góðann fyrir sig. ég er á öðru máli, ég vill hjálpa henni út úr þessu rugli, en hún vildi frekar sjá út úr þessu sjálf. hún kom meirasegja með þessa svaka-týpísku klisju!:
en ég vill samt vera vinur þinn áfram.

í raun er ég einn besti vinur hennar og hef verið í langann tíma. hún vill í raun vera vinur minn áfram, ég veit að þetta var ekki bara þessi klisja. en málið er að ég vill ekki vera bara vinur.

ég hef hitt hana einusinni eftir að við hættum saman,og sársaukinn við að geta ekki svosem snert hana, og ekki einu sinni kvatt hana með kossi, var gríðarlegur. mér leið svo illa. ég viðurkenni það fúslega að ég grét þegar ég settist upp í bílinn minn eftir að hafa kvatt hana án þess að geta snert hana!

áður en ég byrjaði með henni var sjálfstraustið mitt fyrir neðan meðallag, það viðurkenni ég,
þegar ég byrjaði með henni, hækkaði sjálfstraustið svakalega, því ég sá að þessi ótúlega skemmtilega og fallega stelpa hafði áhuga á mér.
núna eftir aðskilnaðinn, þá lækkaði sjálfstraustið svo langt niður að ég veit ekki hvað,
hún virkaði einsog hass á mig, hún rauk sjálfstraustinu upp, en þegar hún hvarf, þá lækkaði það svo langt niður að það mun eflaust aldrei koma upp aftur. mér fynnst einsog ég hafi dáið inni í mér.

ég hef ekkert til að hlakka til lengur. því ég mun horfa á hana fjarlægjast mér enn meira, og að lokum hverfa úr mínu lífi.

ég er meirasegja farinn að ignora hana! svo ég þurfi ekki aðvera svona fúll yfir þessu alltaf. ég vill komast yfir þessa hræðilegu sorg sem fylgir hverri lítilli hugsun um hana. og ég hugsa alltaf um hana, allt minnir mig á hana!!!
hvað er ég að pæla, ég er að ignora manneskjuna sem ég elska fyrir lífið!? mér líður illa að hitta stelpuna sem ég elska!

er þetta eðlilegt, að elska einhverja svo mikið, að þú viljir ekki hitta hana?

hefur einhver lent í þessu áður??