Það er auðvitað ekki hægt að líkja ást á fjölskyldumeðlimum og því að vera ástfanginn saman…
Hins vegar hef ég soldið pælt í því með þessa ást á fjölskyldu meðlimum… þegar kemur að þeim sem koma illa fram við mann og maður “hatar” þótt maður elski þá… elskum við þá í alvörunni eða elskum við þá bara vegna þess að við ÞURFUM að elska þá… ?
Ég er ekki að segja að við yrðum ekki leið ef eitthvað kæmi fyrir og allt það en neyðumst við ekki oft til að elska þá sem okkur langar helst ekki að elska vegna þess að við höfum ekkert annað val… við verðum að búa með þessu fólki og þróum með okkur einhverskonar ást sem er ekkert endilega góð og falleg, heldur eitthvað sem heldur í okkur þolinmæðinni þegar maður er að því kominn að fara yfir um vegna þess sársauka sem slíkir einstaklingar eiga þátt í að valda…
Ég skal alveg viðurkenna það að ég er sjálf í þessari stöðu, að þurfa að búa með einhverjum sem mér virðist vera ómögulegt að búa með… ég þykist elska hann og veit að mér er ekki sama um hann, en ég veit líka að ég á aldrei nokkurntíman eftir að virða þessa “ást”… Fjölskyldu ást þarf ekki alltaf að vera af hinu góða þannig að ég held að ást geti alveg verið “vani” eða bara hrein nauðsyn til þess að maður særi ekki aðra sem maður vill ekkert endilega særa. :)
Sjálfri finnst mér traust og virðing fyrir hvort öðru miklu mikilvægara heldur en þetta hugtak “ást”… sérstaklega þegar kemur að nánum fjölskyldumeðlimum sem maður þarf að umgangast á hverjum degi… og held að ást sé stórlega ofmetið hugtak… hún er auðvitað meira spennandi en það er ekki hægt að byggja góða hluti einvörðungu á “ást”, til þess er hún of óstöðug og of auðvelt að misnota hana… það þarf traust og virðingu… og það er eitthvað sem þarf meira en gamlan vana til að byggja upp…
Æi, nú er ég komin útí eitthvað allt annað en ég ætlaði mér að segja og veit að þetta svar mitt hefur ekki mikið með rómantík að gera, en það varður bara að hafa það :P
Þú ert ekki orðin drukkin ef þú getur legið á gólfinu án þess að halda þér í ;)