Málið er að ég er búinn að vera ástfanginn af stelpu og bef heitar tilfinningar til hennar. Og þangað til í dag er hún búin að vera með öðrum strák, félaga mínum. Við erum ekkert bestu vinir, en samt félagar. Þau hættu saman því það var engin ást í sambandinu.
Nú sé ég hér opna leið fyrir mig en ef ég segi henni tilfinningar mínar þá er ég hræddur um að hún brjálist því við tvö erum góðir vinir og það er ég sem hjálpaði henni að krækja í gaurinn upprunalega því hún bað mig um það (þóo ég vildi það ekkert mikið) og ég gerði það, nú er það eiginlega mér að kenna/þakka að þau hættu saman því hún var óhamingjusöm og ég talaði við hann og bað hann að ræða málin við hana og þá vildi hann slíta öllu.
Hún vár í sorg fyrst en núna ér hún ánægð.
Hvað get ég gert? Ég þori ekki að segja henni tilfinningar mínar beint út.