Ástin er fallvölt.
Í anda greinarinar fyrir neðan um ástina.
Hver kannst ekki við það að sjá einhvern og gjörsamlega kikna í fótunum, hin svo kallaða ást við fyrsu sín? Ég man en eftir því þegar ég upplifði þetta. Ég var á dansgólfinu að dansa og allt í einu tek ég eftir manni sem stendur rétt hjá mér.Það eru engar ýkjur í mér það var eins og elding hefði slegið niður í mig ég varð dolfallinn. Ég horfði á hann augnablik og hélt svo áfram að dansa. Stuttu seinna var hann komin til mín og var eins dolfallin og ég. Við ákváðum að hittast og eftir ákveðin tíma var ég orðin yfir mig ástfangin, en ekki hann, Því miður tók það mig annsi langan tíma að sjá það að fyrir honum var ég bara leikur en ekki alvara. En vegna þess að ég taldi mig elska hann, sá ekki munin á að vera ástfangin og elska, hélt ég í hann og vonina og þar með leyfi ég honum að leika sér áfram að mér. En svo gerist það að ég fyrir tilviljun kynnist öðrum manni, því ekki var ég að leita, þar var ekki um að ræða neinar eldingar, meira að segja fannst mér hann fífl við fyrstu kynni, stóð samt stutt því að því meir sem hann talaði því skemmtilegri fannst mér hann. Einhverja hluta vegna ollu kynni okkar því að ég sá hinn manninn í réttu ljósi ( eða að segja viðurkenndi það loksins) og gat slitið því sambandi og losað mig við hann. En, en var ég ekki farin að finna neinar tilfiningar til hins mannsins, en mér þótti hann spennandi og skemmtilegur.
En nú stend ég frammi fyrir því að vera að fá meiri og meiri tilfiningar til hans. Og ég geri mér alveg grein fyrir því að ef hann ber sama hug til mín mun ég fara að elska hann. Það að fá að verða ástfangin á þennan hátt finnst mér mikið meira virði en það sem ég hafði áður kynnst. Það er eins og tilfiningarnar komi frá allt öðrum rótum en þegar ég varð ástfangin við fyrstu sín. Áður fyrr trúði ég ekki á það að hinn eina sanna ást er sú sem þróast hægt og rólega, en í dag geri ég það.
Þess vegna í anda áður nefndar greinar verð ég að vera sammála föður skrifar fyrir greinar.
Æi ekki veit ég hvort að ég er að koma hlutunum frá af viti, en ég gerði mitt besta.
Takk fyrir að nenna að lesa þetta.
Kveðja
Icevirgo